Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2012 11:30 Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp