Ekki týpískt þungarokk 4. mars 2012 14:00 Loftur, Ási, Kalli og Indriði eru vel gíraðir fyrir útgáfutónleika plötu sinnar Slaves á Gauk á Stöng í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“