Ágóðinn af endurkomutónleikum Led Zeppelin í O2-höllinni í London í desember 2007 er hluti af fimm milljarða sjóði sem hefur verið gefinn Oxford-háskóla. Það var ekkja Ahmets Ertegun, stofnanda Atlantic Records sem Led Zeppelin var á mála hjá, sem ánafnaði háskólanum peninginn. Hann verður notaður í stofnun styrktarsjóðs í nafni Ertegun-hjónanna. Bassaleikarinn John Paul Jones sagðist vera mjög stoltur af því að tónleikarnir hafi átt þátt í stofnun styrktarsjóðsins.
Zeppelin safnaði í sjóð
