Hinn fullkomni leikmaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2012 06:00 Lionel Messi fagnar einu fimm marka sinna gegn Leverkusen í fyrrakvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty FótboltiArgentínumanninum Lionel Messi hefur margoft verið hampað sem besta knattspyrnumanni heims og hann sýndi á miðvikudagskvöldið að hann er lofsins verður. Þá varð hann fyrsti maðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora fimm mörk í einum og sama leiknum, 7-1 sigri Barcelona á þýska liðinu Bayer Leverkusen. „Hann er sá besti frá upphafi. Hann á engan sinn líka og við munum aldrei sjá annan leikmann eins og hann. Hásætið er hans og aðeins hann sjálfur mun ákveða hvenær hann stígur til hliðar," sagði stjórinn Pep Guardiola eftir leikinn gegn Leverkusen. Og hann hélt áfram: „Hann er ekki að hugsa um að bæta metin. Hann skorar eitt og reynir svo að skora aftur. Svo skorar hann og þá vill hann skora þriðja markið. Svona hugsar hann." Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur fylgst náið með Messi í gegnum tíðina og getur ekki annað en tekið undir með þeim sem segja að hann sé besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Messi hefur tekið við af MaradonaMynd/AFP„Hann er bara ótrúlegur," segir Heimir. „Hann er sá maður sem kemst næst því að vera hinn fullkomni leikmaður. Hann býr yfir ótrúlegri tækni, mjög góðu jafnvægi og fyrir utan það að skora öll þessi mörk er hann líka mjög duglegur við að búa þau til. Hann skilar líka góðri varnarvinnu af sér eins og er nauðsynlegt í þeirri knattspyrnu sem Barcelona spilar. Diego Maradona var alltaf sá besti sem hefur spilað í mínum huga en ég held að Messi sé nú sá besti frá upphafi. Hann er 24 ára gamall en hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona og það oftar en einu sinni." Auðmýktin uppmáluðMynd/AFPHeimir sagði einnig skipta máli mann Messi hefur að geyma. „Hann virðist afar auðmjúkur og laus við allan hroka. Hann er sparkaður niður margoft í leikjum en alltaf stendur hann það af sér. Það væri seint hægt að saka hann um leikaraskap." Messi er í frábæru liði og spilar með mörgum bestu leikmönnum heims sem hefur vitanlega mikið að segja. „Það má ekki gleyma því. Í leiknum gegn Leverkusen fékk hann frábæra þjónustu en eins og Guardiola hefur minnst á sjálfur að þá eru allir þessir frábæru leikmenn sífellt að leita eftir tækifæri til að senda boltann á Messi – enda vita þeir að hann mun annað hvort skora eða leggja upp mark," segir Heimir. Mun blómstra með landsliðinuMynd/AFPÞað hefur stundum verið sagt um Messi að hann sé vinsæll alls staðar í heiminum nema í heimalandi hans – Argentínu. Þar hefur hann oft verið gagnrýndur fyrir að spila ekki jafn vel og með Barcelona. „Landslið Argentínu hefur verið í basli með þjálfaramál sín síðustu ár og ég held að það hafi ekki hjálpað Messi. En hann skoraði þrennu fyrir landsliðið gegn Sviss á dögunum og ég held að hann þurfi bara aðlögunartíma. Það kemur að því að hann springur út með landsliðinu," segir Heimir. Messi verður 25 ára gamall 24. júní næstkomandi og gæti þess vegna spilað í áratug til viðbótar. Það er ótrúleg tilhugsun, miðað við þann fjölda marka sem hann hefur nú þegar skorað á ferlinum. „Það eru allar forsendur fyrir því að hann verði enn frábær leikmaður eftir tíu ár. Þá verður hann búinn að slá öll met sem til eru í þeim keppnum sem hann tekur þátt í. Hann vantar aðeins sjö mörk upp á að slá markamet Barcelona sem segir allt sem segja þarf." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
FótboltiArgentínumanninum Lionel Messi hefur margoft verið hampað sem besta knattspyrnumanni heims og hann sýndi á miðvikudagskvöldið að hann er lofsins verður. Þá varð hann fyrsti maðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora fimm mörk í einum og sama leiknum, 7-1 sigri Barcelona á þýska liðinu Bayer Leverkusen. „Hann er sá besti frá upphafi. Hann á engan sinn líka og við munum aldrei sjá annan leikmann eins og hann. Hásætið er hans og aðeins hann sjálfur mun ákveða hvenær hann stígur til hliðar," sagði stjórinn Pep Guardiola eftir leikinn gegn Leverkusen. Og hann hélt áfram: „Hann er ekki að hugsa um að bæta metin. Hann skorar eitt og reynir svo að skora aftur. Svo skorar hann og þá vill hann skora þriðja markið. Svona hugsar hann." Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur fylgst náið með Messi í gegnum tíðina og getur ekki annað en tekið undir með þeim sem segja að hann sé besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Messi hefur tekið við af MaradonaMynd/AFP„Hann er bara ótrúlegur," segir Heimir. „Hann er sá maður sem kemst næst því að vera hinn fullkomni leikmaður. Hann býr yfir ótrúlegri tækni, mjög góðu jafnvægi og fyrir utan það að skora öll þessi mörk er hann líka mjög duglegur við að búa þau til. Hann skilar líka góðri varnarvinnu af sér eins og er nauðsynlegt í þeirri knattspyrnu sem Barcelona spilar. Diego Maradona var alltaf sá besti sem hefur spilað í mínum huga en ég held að Messi sé nú sá besti frá upphafi. Hann er 24 ára gamall en hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona og það oftar en einu sinni." Auðmýktin uppmáluðMynd/AFPHeimir sagði einnig skipta máli mann Messi hefur að geyma. „Hann virðist afar auðmjúkur og laus við allan hroka. Hann er sparkaður niður margoft í leikjum en alltaf stendur hann það af sér. Það væri seint hægt að saka hann um leikaraskap." Messi er í frábæru liði og spilar með mörgum bestu leikmönnum heims sem hefur vitanlega mikið að segja. „Það má ekki gleyma því. Í leiknum gegn Leverkusen fékk hann frábæra þjónustu en eins og Guardiola hefur minnst á sjálfur að þá eru allir þessir frábæru leikmenn sífellt að leita eftir tækifæri til að senda boltann á Messi – enda vita þeir að hann mun annað hvort skora eða leggja upp mark," segir Heimir. Mun blómstra með landsliðinuMynd/AFPÞað hefur stundum verið sagt um Messi að hann sé vinsæll alls staðar í heiminum nema í heimalandi hans – Argentínu. Þar hefur hann oft verið gagnrýndur fyrir að spila ekki jafn vel og með Barcelona. „Landslið Argentínu hefur verið í basli með þjálfaramál sín síðustu ár og ég held að það hafi ekki hjálpað Messi. En hann skoraði þrennu fyrir landsliðið gegn Sviss á dögunum og ég held að hann þurfi bara aðlögunartíma. Það kemur að því að hann springur út með landsliðinu," segir Heimir. Messi verður 25 ára gamall 24. júní næstkomandi og gæti þess vegna spilað í áratug til viðbótar. Það er ótrúleg tilhugsun, miðað við þann fjölda marka sem hann hefur nú þegar skorað á ferlinum. „Það eru allar forsendur fyrir því að hann verði enn frábær leikmaður eftir tíu ár. Þá verður hann búinn að slá öll met sem til eru í þeim keppnum sem hann tekur þátt í. Hann vantar aðeins sjö mörk upp á að slá markamet Barcelona sem segir allt sem segja þarf."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira