Fótbolti

Bayern og Inter þurfa sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bayern þarf á mörkum hans að halda.
Bayern þarf á mörkum hans að halda. Mynd/Nordicphotos/Getty
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3.

Bæði lið unnu sína leiki um helgina. Bayern vann 7-1 sigur á Hoffenheim og Inter Milan vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum með því að skora tvö mörk í lokin á móti Chievo.

„Bayern er búið skora sín mörk. Liðið er ekki að fara spila við Hoffenheim á þriðjudaginn heldur Basel. Þeir mun ekki skora hjá okkur enda er það ekki auðvelt," sagði miðjumaðurinn Granit Xhaka.

Claudio Ranieri, þjálfari Inter, fagnar komu Wesleys Sneijder sem lagði upp fyrra markið á móti Chievo. „Við höfum allir eflst við sigurinn á Chievo. Það var gott að skora mörkin undir lokin því það sýndi að við höldum alltaf áfram. Wesley Sneijder var alls staðar á vellinum og hjálpaði liðinu mikið," sagði Ranieri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×