Fallbyssufóður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. mars 2012 20:00 Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus. Lífið Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus.
Lífið Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira