Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef 21. mars 2012 07:00 Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj
Fréttir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira