Rík af andrúmslofti og tilfinningu Trausti Júlíusson skrifar 22. mars 2012 20:00 Hamlette HOK. Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Víkartindur. Hamlette HOK. Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Hamlette HOK spilar sjálfur á gítara og fleiri hljóðfæri á plötunni, en auk hans koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu. Platan var ekki tekin upp í einni töku, heldur var hljóðfærunum bætt inn einu á eftir öðru, fyrst trommum og svo byggt ofan á. Gítarinn er áberandi, en líka ýmis ásláttarhljóðfæri sem í sumum tilfellum framkalla hljóð sem minna á smellina og brakið í afvelta skipsskrokknum á strandstað. Einhvern tímann hefði svona spunatónlist þótt þung og erfið í hlustun, en Víkartindur rennur þægilega í gegn. Það er ekkert glænýtt í gangi tónlistarlega á þessari plötu, en þetta er samt áhrifarík og flott tónlist og platan er frábærlega unnin. Það er sérstaklega gaman að hlusta á gítarleikinn sem er fullur af tjáningu og tilfinningum. Víkartindur tók ein sex ár í vinnslu og greinilegt á umslaginu að mikil vinna hefur farið í að fullkomna verkið. Víkartindur á eflaust ekki eftir að slá nein sölumet og lögin á henni ná seint inn á spilunarlista útvarpsstöðvanna, en leitandi tónlistaráhugamönnum er hér með ráðlagt að leggja við hlustir! Niðurstaða: Klukkutími af flæðandi spuna.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira