Þjóðin sem réð við spilafíkn 23. mars 2012 06:00 Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu. Í skýrslunni „Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011", sem unnin var af dr. Daníel Þór Ólasyni fyrir innanríkisráðuneytið, var notaður erlendur mælikvarði á hættu á spilafíkn. Viðmælendur voru spurðir níu spurninga á borð við „Hversu oft á undanförnum 12 mánuðum hefur þú lagt meira undir í peningaspilum en þú hafðir ráð á að tapa?" eða „Hversu oft á undanförnum 12 mánuðum hefur hvarflað að þér að þú gætir átt við spilavanda að stríða?". Fólk var síðan flokkað í áhættuhópa eftir svörunum. Í könnuninni kom fram að 24,0% fullorðinna Íslendinga spiluðu aldrei peningaspil á árinu 2011, 68,4% spiluðu þau án vandkvæða, 5,1% sýndi litla hættu á spilavanda, 1,7% nokkra hættu og 0,8% voru metnir í flokkinn „líkleg spilafíkn". Niðurstaðan er því sú að langflestir Íslendinga eiga ekki í minnsta vanda með þann meinta djöful sem peningaspil eru. Nú er ég ekki að segja að 0,8% sé sama sem ekkert og að það eigi að hunsa þá staðreynd að ákveðinn hópur fólks sé hugsanlega í vanda vegna fjárhættuspila. En þegar um er að ræða fullorðið sjálfráða fólk þurfa rökin fyrir því að banna því að gera eitthvað að vera mjög sterk. Ef um er að ræða vanda fámenns, afmarkaðs hóps er réttast að beita forvörnum og meðferð en ekki íþyngjandi lagasetningu. Ef banna ætti allt sem 1% fólks kann ekki að höndla þá yrði fátt eftir. Sjónvarp, net og áfengi væru löngu farin. Ögmundur Jónasson vill útrýma spilafíkn. Í inngangsorðum rannsóknarinnar, sem unnin fyrir innanríkisráðuneytið, segir hann meðal annars: „Ágengasta spilaformið í seinni tíð eru svo fjárhættuspil á Netinu sem soga þegar til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðileggja enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þessum vágesti." Orðið „milljarðar" kemur einu sinni fyrir í umræddri rannsókn. Það er í inngangsgrein Ögmundar. Hvergi annars staðar í skýrslunni er lagt mat á heildareyðslu Íslendinga í fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum. Innanríkisráðuneytið hefur nú birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil. Ekki veit ég hvernig sú tala er fengin. En jafnvel ef hún er rétt, er þá rétt að tala um 1.500 kall sem „þúsundir króna"? Svo er þessi hugsun að fólk sé að sóa dýrmætum gjaldeyri þjóðarinnar ekki geðsleg. Þetta er peningur fólksins sjálfs. Stjórnmálamenn stjórna því hvernig mjög stórum hluta tekna fólks er ráðstafað, í gegnum skatta og opinber útgjöld. Ömurlegt gjaldmiðlaumhverfi, sem pólitíkusarnir bera ábyrgð á, gefur þeim ekki aukin rök til að ráðskast með það fé sem fólk fær þó að halda eftir. Það eru gjaldeyrishöftin sem eru óeðlileg, ekki það að einhver vilji spila póker á netinu fyrir eigin pening. Ögmundur vill útrýma spilafíkn. Vandinn við slík algerleikamarkmið er að þau nást aldrei en kalla fram dýrar og oft gerræðislegar aðgerðir hjá þeim sem að þeim stefna. Nú er farið að ræða um það í fullri alvöru að reyna að ná góðu „samstarfi við kortafyrirtækin" um að loka á erlendar spilasíður. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að ríkið loki kerfisbundið á aðra erlenda þjónustu en þá sem það telur einstaklingunum holla. Um leið og þessu fyrsta skrefi er lokið verður liðinn hálfur dagur áður en þess er krafist að farið verði að loka á fullt að öðru efni. Nóg má finna á netinu af rugli sem fólk kann að ánetjast, og einhver gæti talið vonda nýtingu á gjaldeyri. Rannsóknir benda sem sagt til að innan við 1% fólks eigi við líklega spilafíkn að etja. Þar að auki bendir flest til að hópurinn sé tiltölulega afmarkaður við unga, einhleypa karlmenn, sem ætti að gera hnitmiðað forvarnastarf auðveldara. En sumir stjórnmálamenn vilja helst banna allt sem kann að skaða einhvern. Eins og strangir, umhyggjusamir foreldrar sem segja: „Ekki hlaupa svona hratt, þú gætir dottið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu. Í skýrslunni „Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011", sem unnin var af dr. Daníel Þór Ólasyni fyrir innanríkisráðuneytið, var notaður erlendur mælikvarði á hættu á spilafíkn. Viðmælendur voru spurðir níu spurninga á borð við „Hversu oft á undanförnum 12 mánuðum hefur þú lagt meira undir í peningaspilum en þú hafðir ráð á að tapa?" eða „Hversu oft á undanförnum 12 mánuðum hefur hvarflað að þér að þú gætir átt við spilavanda að stríða?". Fólk var síðan flokkað í áhættuhópa eftir svörunum. Í könnuninni kom fram að 24,0% fullorðinna Íslendinga spiluðu aldrei peningaspil á árinu 2011, 68,4% spiluðu þau án vandkvæða, 5,1% sýndi litla hættu á spilavanda, 1,7% nokkra hættu og 0,8% voru metnir í flokkinn „líkleg spilafíkn". Niðurstaðan er því sú að langflestir Íslendinga eiga ekki í minnsta vanda með þann meinta djöful sem peningaspil eru. Nú er ég ekki að segja að 0,8% sé sama sem ekkert og að það eigi að hunsa þá staðreynd að ákveðinn hópur fólks sé hugsanlega í vanda vegna fjárhættuspila. En þegar um er að ræða fullorðið sjálfráða fólk þurfa rökin fyrir því að banna því að gera eitthvað að vera mjög sterk. Ef um er að ræða vanda fámenns, afmarkaðs hóps er réttast að beita forvörnum og meðferð en ekki íþyngjandi lagasetningu. Ef banna ætti allt sem 1% fólks kann ekki að höndla þá yrði fátt eftir. Sjónvarp, net og áfengi væru löngu farin. Ögmundur Jónasson vill útrýma spilafíkn. Í inngangsorðum rannsóknarinnar, sem unnin fyrir innanríkisráðuneytið, segir hann meðal annars: „Ágengasta spilaformið í seinni tíð eru svo fjárhættuspil á Netinu sem soga þegar til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðileggja enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þessum vágesti." Orðið „milljarðar" kemur einu sinni fyrir í umræddri rannsókn. Það er í inngangsgrein Ögmundar. Hvergi annars staðar í skýrslunni er lagt mat á heildareyðslu Íslendinga í fjárhættuspilum á erlendum vefsíðum. Innanríkisráðuneytið hefur nú birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil. Ekki veit ég hvernig sú tala er fengin. En jafnvel ef hún er rétt, er þá rétt að tala um 1.500 kall sem „þúsundir króna"? Svo er þessi hugsun að fólk sé að sóa dýrmætum gjaldeyri þjóðarinnar ekki geðsleg. Þetta er peningur fólksins sjálfs. Stjórnmálamenn stjórna því hvernig mjög stórum hluta tekna fólks er ráðstafað, í gegnum skatta og opinber útgjöld. Ömurlegt gjaldmiðlaumhverfi, sem pólitíkusarnir bera ábyrgð á, gefur þeim ekki aukin rök til að ráðskast með það fé sem fólk fær þó að halda eftir. Það eru gjaldeyrishöftin sem eru óeðlileg, ekki það að einhver vilji spila póker á netinu fyrir eigin pening. Ögmundur vill útrýma spilafíkn. Vandinn við slík algerleikamarkmið er að þau nást aldrei en kalla fram dýrar og oft gerræðislegar aðgerðir hjá þeim sem að þeim stefna. Nú er farið að ræða um það í fullri alvöru að reyna að ná góðu „samstarfi við kortafyrirtækin" um að loka á erlendar spilasíður. Mig hryllir við þeirri tilhugsun að ríkið loki kerfisbundið á aðra erlenda þjónustu en þá sem það telur einstaklingunum holla. Um leið og þessu fyrsta skrefi er lokið verður liðinn hálfur dagur áður en þess er krafist að farið verði að loka á fullt að öðru efni. Nóg má finna á netinu af rugli sem fólk kann að ánetjast, og einhver gæti talið vonda nýtingu á gjaldeyri. Rannsóknir benda sem sagt til að innan við 1% fólks eigi við líklega spilafíkn að etja. Þar að auki bendir flest til að hópurinn sé tiltölulega afmarkaður við unga, einhleypa karlmenn, sem ætti að gera hnitmiðað forvarnastarf auðveldara. En sumir stjórnmálamenn vilja helst banna allt sem kann að skaða einhvern. Eins og strangir, umhyggjusamir foreldrar sem segja: „Ekki hlaupa svona hratt, þú gætir dottið."
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun