Masters 2012: Grill, blóðmör og ostborgarar 5. apríl 2012 06:00 Charl Schwartzel bauð upp á grillstemningu í anda Suður-Afríku á Augusta. Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi. Schwartzel, sem er frá Suður-Afríku, sendi inn beiðni til hæstráðenda hjá klúbbnum um að fá að halda óformlegri veislu en tíðkast við þessi tímamót. Grillið ætti að vera í aðalhlutverki og þar yrðu framreiddar steikur, lambakjöt og pylsur. Matseðlarnir hafa verið afar fjölbreyttir í gegnum tíðina, og reyna sigurvegararnir oftar en ekki að flétta matarhefðir heimalandsins inn í matseðilinn. Þannig bauð Englendingurinn Nick Faldo árið 1997 upp á fisk og franskar og Skotinn Sandy Lyle bauð upp á skoskan blóðmör (e. haggis) árið 1989. Tiger Woods leitaði svo á náðir McDonalds þegar hann fékk að ráða ferðinni árið 1998, en þá var einfaldlega boðið upp á ostborgara, franskar og mjólkurhristing. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ein af fjölmörgum hefðum á Meistaramótinu er að sigurvegari frá árinu áður býður í mat í aðdraganda mótsins. Þessi hefð komst á árið 1952 og hefur haldist allar götur síðan. Í ár var því komið að Charl Schwartzel að velja matinnsem borinn var á borð fyrir keppendur og fáeina útvalda í Agusta-klúbbnum í gærkvöldi. Schwartzel, sem er frá Suður-Afríku, sendi inn beiðni til hæstráðenda hjá klúbbnum um að fá að halda óformlegri veislu en tíðkast við þessi tímamót. Grillið ætti að vera í aðalhlutverki og þar yrðu framreiddar steikur, lambakjöt og pylsur. Matseðlarnir hafa verið afar fjölbreyttir í gegnum tíðina, og reyna sigurvegararnir oftar en ekki að flétta matarhefðir heimalandsins inn í matseðilinn. Þannig bauð Englendingurinn Nick Faldo árið 1997 upp á fisk og franskar og Skotinn Sandy Lyle bauð upp á skoskan blóðmör (e. haggis) árið 1989. Tiger Woods leitaði svo á náðir McDonalds þegar hann fékk að ráða ferðinni árið 1998, en þá var einfaldlega boðið upp á ostborgara, franskar og mjólkurhristing.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira