Ólafur: Hefði verið út úr kú að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2012 10:00 Ólafur Stefánsson var mættur í íslenska landsliðsbúninginn á nýjan leik á móti Noregi á þriðjudagskvöldið. Fréttablaðið/Valli Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum. Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Þetta hefur verið öðruvísi tímabil fyrir hinn 38 ára gamla Ólaf Stefánsson sem missti af fyrri hluta tímabilsins með AG Kaupmannahöfn og missti síðan í janúar af sínu fyrsta stórmóti í 19 ár með íslenska landsliðinu. Nú er Ólafur hins vegar kominn á fullt á ný, AG er að spila í úrslitakeppninni í Danmörku og í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fram undan eru leikir sem ráða því hvort íslenska landsliðið verði með á Ólympíuleikunum í London. „Það er gaman að hitta strákana aftur en aðallega er gaman að vera orðinn heilbrigður, því það er aðalbaráttan," sagði Ólafur Stefánsson aðspurður um endurkomuna í landsliðið. Hann hefur áður tekið sér stutt leyfi en það var árið 2009 eða eftir síðustu Ólympíuleika. Hann missti þá ekki af neinu stórmóti eins og hann gerði nú. „Ég ætla að vona að ákvörðun um að vera ekki með á EM skili sér en það hefði alveg verið út úr kú að spila þar. Þetta var langt ferli og erfið meiðsli og ég er ekki alveg kominn fyrir hornið enn þá en ég held samt að ég sé orðinn nógu sterkur til að hjálpa," sagði Ólafur og hann vill ekkert tala meira um meiðslin. Ísland er með Síle, Japan og Króatíu í riðli og komast tvær efstu þjóðirnar áfram. „Við megum ekki fagna of snemma eins og Gummi sagði. Þessi lið spila allt annan handbolta og það er mesta hættan við þá. Þú veist ekki alveg hvar þú hefur þessi lið. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Kóreu og Japanir eru svipaðir og þeir, ekki kannski alveg að getu en í stíl. Það er stuttur tími sem við höfum til að setja okkur inn í hlutina og menn þurfa að setja strax í gírinn." Það er nokkuð ljóst að þetta er síðasti möguleikinn fyrir Ólaf að komast inn á Ólympíuleika enda verður hann orðinn 43 ára þegar leikarnir fara fram í Ríó eftir fjögur ár. Ólafur á nú möguleika á því að komast á sína þriðju leika. „Þetta er bara upp á líf eða dauða og það er ekki eins og við getum bætt upp fyrir þetta einhvern tímann seinna. Við þurfum að vera þarna á staðnum á föstudegi og laugardegi og vonandi getum við klárað þetta fyrir sunnudaginn," segir Ólafur. Íslenska landsliðið endaði í tíunda sæti á EM í Serbíu en hafði verið meðal sex efstu á þremur mótum þar á undan. Ólafur fylgdist með liðinu á EM. „Ég horfði á liðið spila á EM og naut þess. Mér fannst gott að vera fyrir framan sjónvarpið og vera að vinna í mínu því ég var á réttum stað þá. Ég hefði ekki verið á réttum stað ef ég hefði verið þarna niður frá," segir Ólafur. En ganga hann og Snorri Steinn bara beint inn í gömlu hlutverkin sín í liðinu eftir þessa stuttu pásu? „Við erum ekki í áskrift beint og þurfum að sýna það í okkar spili og með okkar félagsliðum að við séum þess verðugir að fá að vera hérna og æfa. Það þarf alltaf að vera þannig," segir Ólafur hógvær að lokum.
Handbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti