Saknar White Stripes en gefur út fyrstu sólóplötuna 12. apríl 2012 20:00 Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sólóplötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White. „Lengi vel frestaði ég að gefa út plötu undir eigin nafni, en þessi lög er aðeins hægt að gefa út undir nafni mínu. Ég samdi þessi lög frá grunni, þau hafa ekkert að gera með annað en tjáningu mína, liti og striga," sagði Jack White í dramatískri yfirlýsingu um sólóplötu sína, Blunderbuss. Blunderbuss kemur út 24. apríl næstkomandi og er fyrsta sólóplata Jacks White, sem er þekktastur fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar The White Stripes. Hann hefur einnig gefið út vinsælar plötur með hljómsveitunum The Raconteurs og The Dead Weather. Miðað við fyrsta smáskífulagið af Blunderbuss, Love Interruption, virðist White ekki feta ótroðnar slóðir á plötunni. Lagið er í þessum hefðbundna bílskúrsblússtíl sem hefur einkennt tónlist hans í gegnum tíðina, en söngkonan Ruby Amanfu gefur laginu skemmtilegan blæ. Í viðtali við tímaritið Uncut í mars sagði White að grunnar að lögunum á Blunderbuss hefðu verið samdir fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn á borð við Tom Jones, Insane Clown Posse og fleiri. White bókaði upptökur með rapparanum RZA úr Wu Tang Clan ásamt hljóðfæraleikurum. RZA mætti ekki og White tók því upp nokkur lög með hljóðfæraleikurunum sem þróuðust síðar í Blunderbuss. Þrátt fyrir að framtíð Jacks White á eigin vegum sé björt saknar hann hljómsveitarinnar sem kom honum á kortið, The White Stripes. „Ég myndi vilja vera í White Stripes að eilífu," segir hann í nýju viðtali við tímarit New York Times. „Hljómsveitin er það mikilvægasta sem hefur gerst fyrir mig, ásamt því að vera mesta áskorunin. Ég vildi að hún væri enn þá til. Ég sakna hennar mjög mikið." White segir einnig í viðtalinu að trommuleikarinn Meg White, hinn helmingur hljómsveitarinnar, hafi tekið ákvörðunina um að hætta. Og hann veit ekki af hverju. „Þú verður að spyrja hana. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru. Þegar maður talar við Meg fær maður sjaldan svör. Ég er heppinn að þessi stelpa steig á svið, þannig að ég er sáttur." Spurður hvernig var að vera í hljómsveit með Meg White segir Jack að hún hafi setið við stýrið. „Hún er þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sólóplötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White. „Lengi vel frestaði ég að gefa út plötu undir eigin nafni, en þessi lög er aðeins hægt að gefa út undir nafni mínu. Ég samdi þessi lög frá grunni, þau hafa ekkert að gera með annað en tjáningu mína, liti og striga," sagði Jack White í dramatískri yfirlýsingu um sólóplötu sína, Blunderbuss. Blunderbuss kemur út 24. apríl næstkomandi og er fyrsta sólóplata Jacks White, sem er þekktastur fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar The White Stripes. Hann hefur einnig gefið út vinsælar plötur með hljómsveitunum The Raconteurs og The Dead Weather. Miðað við fyrsta smáskífulagið af Blunderbuss, Love Interruption, virðist White ekki feta ótroðnar slóðir á plötunni. Lagið er í þessum hefðbundna bílskúrsblússtíl sem hefur einkennt tónlist hans í gegnum tíðina, en söngkonan Ruby Amanfu gefur laginu skemmtilegan blæ. Í viðtali við tímaritið Uncut í mars sagði White að grunnar að lögunum á Blunderbuss hefðu verið samdir fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn á borð við Tom Jones, Insane Clown Posse og fleiri. White bókaði upptökur með rapparanum RZA úr Wu Tang Clan ásamt hljóðfæraleikurum. RZA mætti ekki og White tók því upp nokkur lög með hljóðfæraleikurunum sem þróuðust síðar í Blunderbuss. Þrátt fyrir að framtíð Jacks White á eigin vegum sé björt saknar hann hljómsveitarinnar sem kom honum á kortið, The White Stripes. „Ég myndi vilja vera í White Stripes að eilífu," segir hann í nýju viðtali við tímarit New York Times. „Hljómsveitin er það mikilvægasta sem hefur gerst fyrir mig, ásamt því að vera mesta áskorunin. Ég vildi að hún væri enn þá til. Ég sakna hennar mjög mikið." White segir einnig í viðtalinu að trommuleikarinn Meg White, hinn helmingur hljómsveitarinnar, hafi tekið ákvörðunina um að hætta. Og hann veit ekki af hverju. „Þú verður að spyrja hana. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru. Þegar maður talar við Meg fær maður sjaldan svör. Ég er heppinn að þessi stelpa steig á svið, þannig að ég er sáttur." Spurður hvernig var að vera í hljómsveit með Meg White segir Jack að hún hafi setið við stýrið. „Hún er þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira