Rokkaður gospelblús Trausti Júlíusson skrifar 18. apríl 2012 21:00 Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Tónlist. Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Sveitin var stofnuð eftir að Þollý og Magnús hittust í fjallgönguferð árið 2003 þar sem mikið var sungið. Fram að því hafði Þollý verið að syngja djass, gospel og blús, en Magnús verið í rokkhljómsveitum. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar. Það eru þrettán lög á My Dying Bed, þrjú þeirra eru eftir meðlimi sveitarinnar en tíu eru blússlagarar sóttir í smiðju flytjenda á borð við Staple Singers, T-Bone Walker og Fred McDowell. Þetta er vitanlega tónlist sem er rígföst í hefðunum, en samt kemur í gegn að þeir Magnús gítarleikari og Jonni bassaleikari eru gamlir þungarokkshundar. Þeir láta báðir ljós sitt skína. Magnús gefur vel inn í riffum og sólóum og Jonni sýnir góð tilþrif, t.d. í laginu Born Again sem er eftir Þollýju sjálfa. Á heildina litið er þetta ágæt plata sem ætti að höfða bæði til rokkhunda og blúsgeggjara. Niðurstaða: Hrá og góð blanda af rokki og blús. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist. Blússveit Þollýjar. My Dying Bed. Blússveit Þóllýjar er skipuð söngkonunni Þollý Rósmunds, gítarleikaranum Magnúsi Axel Hansen, Benjamín Inga Böðvarssyni trommuleikara og bassaleikaranum Jonna Richter. Sveitin var stofnuð eftir að Þollý og Magnús hittust í fjallgönguferð árið 2003 þar sem mikið var sungið. Fram að því hafði Þollý verið að syngja djass, gospel og blús, en Magnús verið í rokkhljómsveitum. Útkoman úr þeirra samstarfi varð kraftmikill og rokkaður blús með trúarlegum textum og það er sú tónlist sem heyra má á þessari fystu plötu hljómsveitarinnar. Það eru þrettán lög á My Dying Bed, þrjú þeirra eru eftir meðlimi sveitarinnar en tíu eru blússlagarar sóttir í smiðju flytjenda á borð við Staple Singers, T-Bone Walker og Fred McDowell. Þetta er vitanlega tónlist sem er rígföst í hefðunum, en samt kemur í gegn að þeir Magnús gítarleikari og Jonni bassaleikari eru gamlir þungarokkshundar. Þeir láta báðir ljós sitt skína. Magnús gefur vel inn í riffum og sólóum og Jonni sýnir góð tilþrif, t.d. í laginu Born Again sem er eftir Þollýju sjálfa. Á heildina litið er þetta ágæt plata sem ætti að höfða bæði til rokkhunda og blúsgeggjara. Niðurstaða: Hrá og góð blanda af rokki og blús.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira