Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 07:00 Deilur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/egill Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins. Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira