Bakkavararbræður líklegastir til að kaupa 5. maí 2012 07:00 Líklegir Nauðasamningur Bakkavarar Group gerði ráð fyrir því að félagið þyrfti að greiða yfir 100 milljarða króna til kröfuhafa til að bræðurnir myndu halda eftir um fjórðungshlut. Credit Suisse telur nú að þeir geti eignast ráðandi hlut. fréttablaðið/gva Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila. Miðað við rekstarafkomu Bakkavarar Group á árinu 2011 þá er virði hlutafés í félaginu talið vera á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Bakkavör Group gerði nauðasamning í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaútgáfu auk þess sem það var skráð á hlutabréfamarkað. Alls skuldaði félagið um 64 milljarða króna þegar nauðasamningurinn var gerður. Helstu eigendur þeirra skulda voru Arion banki, skilanefnd Glitnis og þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi. Skuldabréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavarar voru veðsettar öðrum. Nauðasamningarnir gerðu ráð fyrir að félagið ætti að greiða kröfuhöfum sínum yfir 100 milljarða króna fram á mitt ár 2014, annars myndu þeir eignast allt félagið. Í greiningu frá Credit Suisse um framtíð Bakkavarar Group, sem dagsett er 25. apríl 2012, kemur fram að erfitt sé að sjá þær aðstæður koma upp að það myndi borga sig fyrir Bakkavör Group að greiða þá upphæð til kröfuhafanna. Félagið sé einfaldlega ekki svo mikils virði. Það er mjög skuldsett og afkoma þess á síðustu misserum hefur verið mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Credit Suisse telur að hin snemmbúna umbreyting á kröfum í hlutafé sé tilkomin vegna þess að kröfuhafarnir, íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir, vilji selja sig út úr félaginu. Það verði gert með því að gera upp allar eignir Bakkavarar Group, dreifa þeim til kröfuhafa og leggja félagið niður. Nýtt móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar verður síðan skráð í Bretlandi og þar með verður skorið á tengsl við íslenska kröfuhafa. Að mati Credit Suisse myndi þessi aðgerð þynna hlut B Food Invest, félags Ágústs og Lýðs, í Bakkavör Group niður í 4,1 prósent, en félagið er í dag skráð fyrir 39,6 prósenta hlut. Samkvæmt samkomulagi milli kröfuhafa og bræðranna verður þeim hlut skilað til Klakka, sem áður hét Exista, en þeir færðu hann þaðan á árinu 2009. Afgangur hlutafésins, alls 95,9 prósent mun þá renna til íslenskra kröfuhafa Bakkavarar Group. Heimildir Fréttablaðsins herma að í kjölfarið verði hlutafé Bakkavarar Group aukið og að bræðurnir muni kaupa það hlutafé. Við það muni hlutur íslensku kröfuhafanna og Klakka þynnast niður í um 75 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa tryggt sér 25 prósenta hlut í Bakkavör Group gegn því að gefa eftir meirihluta í stjórn félagsins. Afgangurinn, um 75 prósenta hlutur, verður í eigu íslenskra kröfuhafa sem breyta kröfum sínum í nýtt hlutafé. Svissneski risabankinn Credit Suisse telur að sá hluti verði seldur fljótlega og að líklegustu kaupendur hans séu bræðurnir. Gangi það eftir munu þeir eignast félagið sem þeir í raun misstu, samkvæmt skilmálum nauðasamninga félagsins, að nýju. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að vel komi til greina að selja hlutinn til annarra aðila. Miðað við rekstarafkomu Bakkavarar Group á árinu 2011 þá er virði hlutafés í félaginu talið vera á bilinu 20 til 40 milljarðar króna. Bakkavör Group gerði nauðasamning í mars 2010 en félagið hafði staðið í stórtækri skuldabréfaútgáfu auk þess sem það var skráð á hlutabréfamarkað. Alls skuldaði félagið um 64 milljarða króna þegar nauðasamningurinn var gerður. Helstu eigendur þeirra skulda voru Arion banki, skilanefnd Glitnis og þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi. Skuldabréfin voru öll óveðtryggð þar sem allar undirliggjandi eignir Bakkavarar voru veðsettar öðrum. Nauðasamningarnir gerðu ráð fyrir að félagið ætti að greiða kröfuhöfum sínum yfir 100 milljarða króna fram á mitt ár 2014, annars myndu þeir eignast allt félagið. Í greiningu frá Credit Suisse um framtíð Bakkavarar Group, sem dagsett er 25. apríl 2012, kemur fram að erfitt sé að sjá þær aðstæður koma upp að það myndi borga sig fyrir Bakkavör Group að greiða þá upphæð til kröfuhafanna. Félagið sé einfaldlega ekki svo mikils virði. Það er mjög skuldsett og afkoma þess á síðustu misserum hefur verið mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Credit Suisse telur að hin snemmbúna umbreyting á kröfum í hlutafé sé tilkomin vegna þess að kröfuhafarnir, íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir, vilji selja sig út úr félaginu. Það verði gert með því að gera upp allar eignir Bakkavarar Group, dreifa þeim til kröfuhafa og leggja félagið niður. Nýtt móðurfélag rekstrarfélagsins Bakkavarar verður síðan skráð í Bretlandi og þar með verður skorið á tengsl við íslenska kröfuhafa. Að mati Credit Suisse myndi þessi aðgerð þynna hlut B Food Invest, félags Ágústs og Lýðs, í Bakkavör Group niður í 4,1 prósent, en félagið er í dag skráð fyrir 39,6 prósenta hlut. Samkvæmt samkomulagi milli kröfuhafa og bræðranna verður þeim hlut skilað til Klakka, sem áður hét Exista, en þeir færðu hann þaðan á árinu 2009. Afgangur hlutafésins, alls 95,9 prósent mun þá renna til íslenskra kröfuhafa Bakkavarar Group. Heimildir Fréttablaðsins herma að í kjölfarið verði hlutafé Bakkavarar Group aukið og að bræðurnir muni kaupa það hlutafé. Við það muni hlutur íslensku kröfuhafanna og Klakka þynnast niður í um 75 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira