Það gefur á bátinn … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. maí 2012 09:00 Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna. Íslendingar hafa aldrei skilið fínt fólk. Þegar fólk var að reyna að taka sér aðalssess í samfélaginu á almestu markaðshyggjuárunum upp úr síðustu aldamótum var það hlegið ofan af sviðinu. Við munum segja sögur af útrásarvíkingunum að minnsta kosti næstu þrjú hundruð árin. Allir vita hvernig komið er fyrir stjórnmálamönnum í almenningsálitinu og hið sama gildir um aðrar yfirstéttir: þær njóta lítilsvirðingar. Ein er þó sú stétt sem Íslendingar bera almennt virðingu fyrir. Það eru sjómenn. Gjöf og ágjöfÞegar ég var lítill höfðu sjómenn sérstakan óskalagaþátt í útvarpinu – einir stétta – og maður hlustaði þar opinmynntur á 14 fóstbræður tralla um Þórð sjóara sem elskaði þilför og einhvern bát sem gefið var á við Grænland. Þetta var á þeim árum þegar þurfti orðskýringar við íslenska dægurlagatexta og ekki fyrr en löngu síðar að rann upp fyrir manni að ágjöf er engin gjöf. En gjöfum gefa fylgt ágjafir. En sem sagt: sjómenn. Það þurfti efnahagshrun til að hrófla við sjómannaafslættinum og þær raddir voru strjálar og veikar sem mótmæltu honum. Um ekkert starf leikur viðlíka óttablandinn ljómi í vitund margra landsmanna; sjómenn eru hetjur hafsins sem leggja á sig hættur, fjarvistir, vosbúð og erfiði til að færa björg í bú og má þá einu gilda þó að dregið hafi til allrar hamingju úr hættum og fjarvistum og allur aðbúnaður hafi batnað mjög hin seinni ár til sjós. Sjómenn eru eina stéttin sem þjóðinni þykir í rauninni vænt um. Hver sem við erum, hvar og hvernig: við tengjumst flest sjómönnum á einhvern hátt og finnst við vera þeim skuldbundin – höfum jafnvel samviskubit yfir því að vera ekki til sjós. Það er því eitthvað verulega óþægilegt við auglýsingu þar sem sýnd er íslensk sjómannsfjölskylda og spurt: Hvað höfum við gert ykkur? Og látið sem svo að stuðningsmenn veiðigjalds vilji taka lífsbjörgina frá íslenskum sjómönnum, gott ef ekki hrifsa matinn frá litlu sjómannsbörnunum. Þessi auglýsing er svo ófyrirleitin í viðleitni sinni til að spila á kenndir landsmanna í garð sjómanna að leitun er á öðru eins. Hættum að froðufellaEr kannski að verða tímabært að fara að tala saman öðruvísi en með auglýsingastofum? Er hugsanlega hægt að reyna að tala saman um þessi mál af smá yfirvegun? Þessi stöðugi ófriður um undirstöðuatvinnuveg og helstu auðlind þjóðarinnar eitrar andrúmsloftið í þjóðfélaginu meira en við gerum okkur sennilega grein fyrir. Þessum tryllta málflutningi verður að linna: við getum ekki staðið svona endalaust og gargað hvert á annað. Útgerðarmenn verða að horfast í augu við það í eitt skipti fyrir öll að auðlindin sjálf er í þjóðareigu og bæði sanngjarnt og rétt að þeir greiði fyrir nýtingu á henni. Sjómenn og aðrir sem starfa við sjávarútveg verða að átta sig á því að það jafngildir ekki því að ætla að rústa lífi þeirra að vilja ekki að útgerðarmenn geti umgengist þessa sameign þjóðarinnar sem prívat-eign sína sem þeir geti veðsett og ráðstafað að vild. Þeir verða líka að horfast í augu við að fólk þarf ekki að kunna pelastikk til að hafa skoðanir á þessum málum. Þetta kemur öllum við. Fylgjendur veiðigjalds verða að leggja eyrun við málflutningi þeirra sem vinna við sjávarútveg og viðurkenna að arðsemi verður að vera góð í greininni, góð laun fólks í landi og á sjó (mætti kannski jafna þann mun aðeins) og gróði útgerðarinnar þarf að vera verulegur. Það þarf kannski ekki að tönnlast svona á þyrlunni hans Guðmundar í Brimi og eignahaldsfélögunum á Tortola sem við vitum að ýmsir útgerðarmenn hafa notað til að skjóta undan gróða. Við vitum að fjöldi útgerðarmanna hefur lagt sig fram um að reka fyrirtæki sín vel og heiðarlega, greitt sín gjöld, skapað mikil verðmæti, keypt sinn kvóta með ærnum tilkostnaði og byggt upp sinn rekstur af hagsýni og áhuga en óttast nú um sinn hag. Þetta er ekki spurning um landsbyggð og Reykjavík – enda búa kvótaeigendur unnvörpum fyrir sunnan og Reykjavík er stærsta höfn landsins, svo að rangt er að tala um landsbyggðarskatt. Unnendur núverandi kerfis – ekki síst þingmenn Vestfjarða – þurfa að svara því hvers vegna kvótinn hefur í æ ríkari mæli sogast suður til Reykjavíkur; hvers vegna sífellt erfiðara verður að halda uppi lágmarksþjónustu í dreifðum byggðum landsins – hvers vegna Guggan er ekki lengur gul og hvað þá gerð út frá Ísafirði. Árétting: „Mér urðu á þau leiðu glöp í greininni „Það gefur á bátinn” sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi að tala um þyrlukaup og Guðmund útgerðarmann í Brimi í sömu andrá. Þar sló saman í hausnum á mér tveimur útgerðarmönnum því að nafni minn í Brimi mun ekki hafa átt í slíkum viðskiptum og bið ég hann hér með afsökunar á þessum ruglingi.“ Guðmundur Andri Thorsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna. Íslendingar hafa aldrei skilið fínt fólk. Þegar fólk var að reyna að taka sér aðalssess í samfélaginu á almestu markaðshyggjuárunum upp úr síðustu aldamótum var það hlegið ofan af sviðinu. Við munum segja sögur af útrásarvíkingunum að minnsta kosti næstu þrjú hundruð árin. Allir vita hvernig komið er fyrir stjórnmálamönnum í almenningsálitinu og hið sama gildir um aðrar yfirstéttir: þær njóta lítilsvirðingar. Ein er þó sú stétt sem Íslendingar bera almennt virðingu fyrir. Það eru sjómenn. Gjöf og ágjöfÞegar ég var lítill höfðu sjómenn sérstakan óskalagaþátt í útvarpinu – einir stétta – og maður hlustaði þar opinmynntur á 14 fóstbræður tralla um Þórð sjóara sem elskaði þilför og einhvern bát sem gefið var á við Grænland. Þetta var á þeim árum þegar þurfti orðskýringar við íslenska dægurlagatexta og ekki fyrr en löngu síðar að rann upp fyrir manni að ágjöf er engin gjöf. En gjöfum gefa fylgt ágjafir. En sem sagt: sjómenn. Það þurfti efnahagshrun til að hrófla við sjómannaafslættinum og þær raddir voru strjálar og veikar sem mótmæltu honum. Um ekkert starf leikur viðlíka óttablandinn ljómi í vitund margra landsmanna; sjómenn eru hetjur hafsins sem leggja á sig hættur, fjarvistir, vosbúð og erfiði til að færa björg í bú og má þá einu gilda þó að dregið hafi til allrar hamingju úr hættum og fjarvistum og allur aðbúnaður hafi batnað mjög hin seinni ár til sjós. Sjómenn eru eina stéttin sem þjóðinni þykir í rauninni vænt um. Hver sem við erum, hvar og hvernig: við tengjumst flest sjómönnum á einhvern hátt og finnst við vera þeim skuldbundin – höfum jafnvel samviskubit yfir því að vera ekki til sjós. Það er því eitthvað verulega óþægilegt við auglýsingu þar sem sýnd er íslensk sjómannsfjölskylda og spurt: Hvað höfum við gert ykkur? Og látið sem svo að stuðningsmenn veiðigjalds vilji taka lífsbjörgina frá íslenskum sjómönnum, gott ef ekki hrifsa matinn frá litlu sjómannsbörnunum. Þessi auglýsing er svo ófyrirleitin í viðleitni sinni til að spila á kenndir landsmanna í garð sjómanna að leitun er á öðru eins. Hættum að froðufellaEr kannski að verða tímabært að fara að tala saman öðruvísi en með auglýsingastofum? Er hugsanlega hægt að reyna að tala saman um þessi mál af smá yfirvegun? Þessi stöðugi ófriður um undirstöðuatvinnuveg og helstu auðlind þjóðarinnar eitrar andrúmsloftið í þjóðfélaginu meira en við gerum okkur sennilega grein fyrir. Þessum tryllta málflutningi verður að linna: við getum ekki staðið svona endalaust og gargað hvert á annað. Útgerðarmenn verða að horfast í augu við það í eitt skipti fyrir öll að auðlindin sjálf er í þjóðareigu og bæði sanngjarnt og rétt að þeir greiði fyrir nýtingu á henni. Sjómenn og aðrir sem starfa við sjávarútveg verða að átta sig á því að það jafngildir ekki því að ætla að rústa lífi þeirra að vilja ekki að útgerðarmenn geti umgengist þessa sameign þjóðarinnar sem prívat-eign sína sem þeir geti veðsett og ráðstafað að vild. Þeir verða líka að horfast í augu við að fólk þarf ekki að kunna pelastikk til að hafa skoðanir á þessum málum. Þetta kemur öllum við. Fylgjendur veiðigjalds verða að leggja eyrun við málflutningi þeirra sem vinna við sjávarútveg og viðurkenna að arðsemi verður að vera góð í greininni, góð laun fólks í landi og á sjó (mætti kannski jafna þann mun aðeins) og gróði útgerðarinnar þarf að vera verulegur. Það þarf kannski ekki að tönnlast svona á þyrlunni hans Guðmundar í Brimi og eignahaldsfélögunum á Tortola sem við vitum að ýmsir útgerðarmenn hafa notað til að skjóta undan gróða. Við vitum að fjöldi útgerðarmanna hefur lagt sig fram um að reka fyrirtæki sín vel og heiðarlega, greitt sín gjöld, skapað mikil verðmæti, keypt sinn kvóta með ærnum tilkostnaði og byggt upp sinn rekstur af hagsýni og áhuga en óttast nú um sinn hag. Þetta er ekki spurning um landsbyggð og Reykjavík – enda búa kvótaeigendur unnvörpum fyrir sunnan og Reykjavík er stærsta höfn landsins, svo að rangt er að tala um landsbyggðarskatt. Unnendur núverandi kerfis – ekki síst þingmenn Vestfjarða – þurfa að svara því hvers vegna kvótinn hefur í æ ríkari mæli sogast suður til Reykjavíkur; hvers vegna sífellt erfiðara verður að halda uppi lágmarksþjónustu í dreifðum byggðum landsins – hvers vegna Guggan er ekki lengur gul og hvað þá gerð út frá Ísafirði. Árétting: „Mér urðu á þau leiðu glöp í greininni „Það gefur á bátinn” sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi að tala um þyrlukaup og Guðmund útgerðarmann í Brimi í sömu andrá. Þar sló saman í hausnum á mér tveimur útgerðarmönnum því að nafni minn í Brimi mun ekki hafa átt í slíkum viðskiptum og bið ég hann hér með afsökunar á þessum ruglingi.“ Guðmundur Andri Thorsson.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun