Barsmíðar og bollukinnar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. maí 2012 22:00 Bíó. Safe. Leikstjórn: Boaz Yakin. Leikarar: Jason Statham, Catherine Chan, Chris Sarandon, Robert John Burke, James Hong, Reggie Lee, Danny Hoch, Danni Lang. Ferill hasarmyndaleikarans Jasons Statham hefur einkennst af miklum sveiflum í gegnum tíðina. Hann hefur leikið í risastórum sumarsmellum, lágstemmdari gáfumannaþrillerum, og svo inn á milli sést hann í myndum sem enginn með réttu ráði myndi leika í. Kvikmyndin Safe var af stiklunni að dæma líkleg til að falla í síðasta flokkinn, en oft er bókin betri en spjöldin. Hér er Statham í hlutverki fyrrverandi löggu með þriggja daga skegg sem þarf að taka á honum stóra sínum því lífi lítillar kínverskrar stúlku er ógnað. Nauðug er hún flutt til Ameríku og látin gera allskyns hundakúnstir fyrir kínverskt glæpagengi, en hún er undrabarn í stærðfræði og kínverskir krimmar nota ekki vasareikni. Rússneska mafían vill koma höndum yfir telpuna í sama tilgangi en gera þau afdrifaríku mistök að myrða eiginkonu Stathams. Hann fær því tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi: Bjarga stúlkunni, hefna fyrir eiginkonuna og ná sér niðri á spilltum fyrrverandi félögum í lögreglunni. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu og atburðum fortíðar er linnulaust ljóstrað upp fyrir áhorfendum í klaufalegum samtölum persónanna. Þá er söguframvindan oftast nokkuð fyrirsjáanleg auk þess sem raunveruleikanum eru gerð afar bjöguð skil. Það er þó einhver gífurlegur kraftur í leikstjórninni sem hífir myndina upp á miklu hærra plan. Tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi. Statham stendur sig prýðilega bæði í drápunum og kaldhæðninni og Catherine litla Chan státar af krúttlegustu bollukinnum kvikmyndasögunnar. Illmennin eru verri en skattur og hælsæri samanlagt, en það er líka allt í lagi því við vitum jú öll hvernig fer fyrir þeim. Niðurstaða: Aðdáendur órakaða ólátabelgsins verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Safe. Leikstjórn: Boaz Yakin. Leikarar: Jason Statham, Catherine Chan, Chris Sarandon, Robert John Burke, James Hong, Reggie Lee, Danny Hoch, Danni Lang. Ferill hasarmyndaleikarans Jasons Statham hefur einkennst af miklum sveiflum í gegnum tíðina. Hann hefur leikið í risastórum sumarsmellum, lágstemmdari gáfumannaþrillerum, og svo inn á milli sést hann í myndum sem enginn með réttu ráði myndi leika í. Kvikmyndin Safe var af stiklunni að dæma líkleg til að falla í síðasta flokkinn, en oft er bókin betri en spjöldin. Hér er Statham í hlutverki fyrrverandi löggu með þriggja daga skegg sem þarf að taka á honum stóra sínum því lífi lítillar kínverskrar stúlku er ógnað. Nauðug er hún flutt til Ameríku og látin gera allskyns hundakúnstir fyrir kínverskt glæpagengi, en hún er undrabarn í stærðfræði og kínverskir krimmar nota ekki vasareikni. Rússneska mafían vill koma höndum yfir telpuna í sama tilgangi en gera þau afdrifaríku mistök að myrða eiginkonu Stathams. Hann fær því tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi: Bjarga stúlkunni, hefna fyrir eiginkonuna og ná sér niðri á spilltum fyrrverandi félögum í lögreglunni. Handritið kæmist vel fyrir handskrifað á glasamottu og atburðum fortíðar er linnulaust ljóstrað upp fyrir áhorfendum í klaufalegum samtölum persónanna. Þá er söguframvindan oftast nokkuð fyrirsjáanleg auk þess sem raunveruleikanum eru gerð afar bjöguð skil. Það er þó einhver gífurlegur kraftur í leikstjórninni sem hífir myndina upp á miklu hærra plan. Tæknivinnan er vel úthugsuð og handalögmálin gríðarlega sannfærandi. Statham stendur sig prýðilega bæði í drápunum og kaldhæðninni og Catherine litla Chan státar af krúttlegustu bollukinnum kvikmyndasögunnar. Illmennin eru verri en skattur og hælsæri samanlagt, en það er líka allt í lagi því við vitum jú öll hvernig fer fyrir þeim. Niðurstaða: Aðdáendur órakaða ólátabelgsins verða himinlifandi, en realistar ættu að halda sig fjarri.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira