Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2012 06:00 Stella Sigurðardóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að eiga toppleik gegn afar sterku spænsku liði í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina. Íslenski handboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina.
Íslenski handboltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn