Ég er enn í hálfgerðu losti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2012 10:00 Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðsfélögum sínum á mánudagskvöldið. Mynd/Nordic Photos/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára. Þýski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára.
Þýski boltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sjá meira