Grúví danspopp Trausti Júlíusson skrifar 11. júní 2012 16:00 Tónlist. Human Woman. Human Woman. Human Woman er rafpoppdúó skipað þeim Jóni Atla Helgasyni (Sexy Lazer), hárgreiðslumanni úr Hairdoctor og Gísla Galdri plötusnúð sem hefur verið meðlimur í fjölmörgum sveitum, meðal annars Trabant og Ghostigital. Þeir félagar eru nú búsettir í Kaupmannahöfn og gefa út hjá HFN-plötufyrirtækinu í Hamborg, en bæði Kasper Björke og Trentemöller eru á samningi hjá HFN. Tónlist Human Woman er dansvæn og grúví og það flaug í gegn um hugann þegar ég hlustaði á hana í fyrsta skipti að loksins væri kominn einhver sem gæti veitt Gusgus samkeppni í þessari tegund tónlistar hér á landi. Það er margt mjög vel gert á plötunni og hún er stútfull af fyrsta flokks hráefni fyrir dansgólf og remixara. Taktarnir eru margir frábærir (flottar bassalínur!) og þeir Jón Atli og Gísli eru naskir í að búa til poppaðar laglínur. Nokkur laganna eru hrein snilld. Delusional, DDDI, Love Games, It?s Gonna Hurt You og Dike Bike eru öll afbragð. Textarnir eru líka skemmtilegir, fullir af mjúkum og áreynslulausum töffaraskap. Human Woman er ekki fullkomin plata. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. Human Woman. Human Woman. Human Woman er rafpoppdúó skipað þeim Jóni Atla Helgasyni (Sexy Lazer), hárgreiðslumanni úr Hairdoctor og Gísla Galdri plötusnúð sem hefur verið meðlimur í fjölmörgum sveitum, meðal annars Trabant og Ghostigital. Þeir félagar eru nú búsettir í Kaupmannahöfn og gefa út hjá HFN-plötufyrirtækinu í Hamborg, en bæði Kasper Björke og Trentemöller eru á samningi hjá HFN. Tónlist Human Woman er dansvæn og grúví og það flaug í gegn um hugann þegar ég hlustaði á hana í fyrsta skipti að loksins væri kominn einhver sem gæti veitt Gusgus samkeppni í þessari tegund tónlistar hér á landi. Það er margt mjög vel gert á plötunni og hún er stútfull af fyrsta flokks hráefni fyrir dansgólf og remixara. Taktarnir eru margir frábærir (flottar bassalínur!) og þeir Jón Atli og Gísli eru naskir í að búa til poppaðar laglínur. Nokkur laganna eru hrein snilld. Delusional, DDDI, Love Games, It?s Gonna Hurt You og Dike Bike eru öll afbragð. Textarnir eru líka skemmtilegir, fullir af mjúkum og áreynslulausum töffaraskap. Human Woman er ekki fullkomin plata. Lögin eru misgóð og sums staðar mætti vera aðeins meiri kraftur, en á heildina litið er þetta samt mjög fín danspoppplata sem óhætt er að mæla með. Niðurstaða: Hárdoktorinn Jón Atli og Gísli Galdur með flotta rafpoppplötu.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira