Ramune: Nýtt upphaf fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2012 07:30 Ramune er hér í leik með Haukum en þar vann hún fjölmarga titla áður en hún hélt til Noregs árið 2010.fréttablaðið/anton Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu. Olís-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Handboltakonan Ramune Pekarskyte fær á næstunni íslenskan ríkisborgararétt og verður hún gjaldgeng í íslenska landsliðið síðar á árinu. Hún er 31 árs gömul og stefnir á að setjast að á Íslandi eftir að handboltaferlinum lýkur. Stórskyttan Ramune Pekarskyte fær íslenskan ríkisborgararétt ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu ríkisborgararéttar. Tillagan var á dagskrá þingsins í gær og fær væntanlega skjóta afgreiðslu. Tíðindin þykja góð fyrir íslenskan handknattleik og ekki síst kvennalandsliðið í handbolta enda Ramune öflugur leikmaður. „Hún er einn besti sóknarmaðurinn í norsku deildinni, sem er ásamt þeirri dönsku besta deild heims," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson sem hefur þjálfað hana hjá Levanger í Noregi undanfarin tvö ár. Ágúst hætti reyndar með félagið undir lok tímabilsins en Ramune, sem er fædd í Litháen, framlengdi samning sinn um tvö ár. „Ég er mjög spennt fyrir þessu enda nýtt upphaf og nýtt líf fyrir mig," sagði Ramune á góðri íslensku þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún spilaði með Haukum í átta ár áður en Ágúst fékk hana til Noregs fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún verður 32 ára síðar á þessu ári og á því mörg góð ár eftir í boltanum. Mamma ekki ánægð í fyrstu„Ég ætlaði fyrst að sækja um árið 2005 en mamma mín var reyndar ekki ánægð með það og því ákvað ég að bíða," sagði hún í léttum dúr. „En nú vildi ég kýla á þetta og ákvað að senda inn umsókn." Samkvæmt reglum Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, mega leikmenn ekki spila með landsliði í þrjú ár áður en þau verða gjaldgeng í annað landslið. Gildir þá einu hvenær viðkomandi fékk nýjan ríkisborgararétt. Ramune lék hins vegar síðast með landsliði Litháen fyrir tæpum þremur árum og verður hún gjaldgeng með íslenska landsliðinu í október á þessu ári. „Ég hef reyndar verið meidd síðan í desember en er að æfa núna. Ef ég næ að spila vel í haust og Ágúst vill fá mig í landsliðið, þá kem ég," segir hún. Ramune sér fyrir sér að hún muni spila aftur hér á landi. „Ég verð allavega í eitt ár til viðbótar í Noregi en svo sé ég til." Ágúst segir að það sé ekki sjálfgefið að hún verði valin í landsliðið. „Hún verður auðvitað að standa sig til þess, alveg eins og allir leikmenn. En ef allt er eðlilegt þá á hún ágætis möguleika á því," sagði hann. „Hingað til hefur hún átt frábæran feril. Hún spilaði mjög vel með Haukum sem og í þessi tvö ár sem ég þjálfaði hana í Noregi. Hún var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra sem segir ýmislegt. Hún er frábær skytta sem myndi auka breidd liðsins mikið." Sá um þetta sjálfÁgúst segist aðspurður ekki hafa haft hönd í bagga í þessu ferli. „Hún sá sjálf um alla pappírsvinnu og þetta var frá henni komið – enda er hún mikill Íslendingur í sér. Hún á íbúð hér á landi, kann tungumálið og ætlar sér að setjast að á Íslandi. Þá lá beinast við að hún myndi sækja um ríkisborgararétt," segir hann. „En ég hafði auðvitað ekkert á móti því að hún myndi sækja um. Þetta er frábær handboltamaður og góð manneskja þar að auki." Það gæti því farið svo að Ramune spili með íslenska landsliðinu á EM í desember næstkomandi. Ísland komst reyndar ekki áfram úr undankeppninni en gæti fengið úthlutað sæti í keppninni síðar í vikunni. Holland átti að halda keppnina en gaf óvænt mótið frá sér fyrr í mánuðinum. Ef ákveðið verður að halda mótið í landi sem hafði þegar tryggt sér þátttökurétt í undankeppninni er góður möguleiki á því að Ísland fái sextánda og síðasta sætið á mótinu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira