Hulda Hlín Magnúsdóttir, listfræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leiðsögnin verður á ítölsku.
Innsetning Rúríar, Archive – Endangered Waters, hefur verið til sýnis í Listasafni Íslands frá því í marsbyrjun 2012, sem hluti af yfirlitssýningu hennar og er núna á sýningunni Hættumörk/Endangered.
Sýningin Ölvuð af Íslandi er byggð á þjóðarátaki þar sem Ísland var í kjölfar bankahrunsins 2008 kynnt sem náttúruleg paradís. Dáleidd af Íslandi samanstendur af nokkrum fossum úr Fallvatnaskrár Rúríar sem eru í safneign Listasafns Íslands.
