Í strætó, á hjóli eða í rafbíl Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Hlutur iðnaðar og efnanotkunar er stærstur í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi, eða um 44 prósent. Þar á eftir koma samgöngurnar en hlutur þeirra nemur um tuttugu prósentum af losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Á dögunum var samþykkt á Alþingi fyrsta heildarlöggjöf um loftslagsmál sem hér hefur verið sett. Með henni er tekið skref í þá átt að sameina lög og reglur sem taka eiga á loftslagsvandanum. Markmið löggjafarinnar er líka að lögleiða reglur um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, í samræmi við EES-samninginn. Þessar reglur þýða til dæmis að stóriðja og ýmis annar verksmiðjuiðnaður verður hluti af evrópsku kerfi þar sem fyrirtækjum er gert að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda á næstu árum. Ef fyrirtækin ná ekki markmiðum þurfa þau að kaupa heimildir til losunar. Þróun í samgöngumálum skiptir einnig miklu máli um losun gróðurhúsalofttegunda. Til að fylgja eftir markmiðum um að draga úr losun þar er gert ráð fyrir verulega auknu framlagi ríkisins vegna reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Ef vel tekst til má vona að hér takist að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem er skilvirkara en það sem nú er við lýði. Reykjavíkurborg hefur einnig með aðgerðum hvatt til þess að borgarbúar auki hjólreiðar og dragi þar með úr notkun einkabifreiða. Engu að síður skiptir máli að auka hlut bifreiða sem nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti en nú er staðan þannig að innan við eitt prósent bílaflotans gengur fyrir annars konar orku. Því skiptir setning laga sem hafa það markmið að fjölga grænum bifreiðum á Íslandi miklu máli. Með lögunum er felldur niður virðisaukaskattur á raf-, vetnis- og tengiltvinnbílum og þar með styrkt samkeppnisstaða þessara bíla gagnvart bílum sem ganga fyrir bensíni og dísel. Löggjöfin markar skref í átt að því að búa hér til aðstæður þar sem bifreiðar sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku eða menga innan við sett mörk verða raunhæfur valkostur. Vissulega vantar enn upp á að ytri aðstæður, svo sem varðandi áfyllingar, séu með þeim hætti að hentað geti öllum að skipta yfir í umhverfisvænni heimilisbíl en löggjöfin nýja gerir að verkum að verð á slíkum bílum stenst samanburð við verð á venjulegum bensín- og díselbílum. Löggjöfin sýnir einnig vilja yfirvalda í verki og það verður áhugavert að fylgjast með áhrifum hennar. Þegar upp er staðið snýst þetta jú allt um það verkefni að skila jörðinni til næstu kynslóðar í jafngóðu en þó helst betra ástandi en tekið var við henni frá kynslóðinni á undan. Þetta verkefni hefur verið mannkyninu verulega ofviða um alllangt skeið en vaxandi vitund er um mikilvægi þess. Hvert skref sem stigið er í þessum efnum skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Hlutur iðnaðar og efnanotkunar er stærstur í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi, eða um 44 prósent. Þar á eftir koma samgöngurnar en hlutur þeirra nemur um tuttugu prósentum af losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi. Á dögunum var samþykkt á Alþingi fyrsta heildarlöggjöf um loftslagsmál sem hér hefur verið sett. Með henni er tekið skref í þá átt að sameina lög og reglur sem taka eiga á loftslagsvandanum. Markmið löggjafarinnar er líka að lögleiða reglur um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, í samræmi við EES-samninginn. Þessar reglur þýða til dæmis að stóriðja og ýmis annar verksmiðjuiðnaður verður hluti af evrópsku kerfi þar sem fyrirtækjum er gert að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda á næstu árum. Ef fyrirtækin ná ekki markmiðum þurfa þau að kaupa heimildir til losunar. Þróun í samgöngumálum skiptir einnig miklu máli um losun gróðurhúsalofttegunda. Til að fylgja eftir markmiðum um að draga úr losun þar er gert ráð fyrir verulega auknu framlagi ríkisins vegna reksturs almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu næstu árin. Ef vel tekst til má vona að hér takist að byggja upp almenningssamgöngukerfi sem er skilvirkara en það sem nú er við lýði. Reykjavíkurborg hefur einnig með aðgerðum hvatt til þess að borgarbúar auki hjólreiðar og dragi þar með úr notkun einkabifreiða. Engu að síður skiptir máli að auka hlut bifreiða sem nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti en nú er staðan þannig að innan við eitt prósent bílaflotans gengur fyrir annars konar orku. Því skiptir setning laga sem hafa það markmið að fjölga grænum bifreiðum á Íslandi miklu máli. Með lögunum er felldur niður virðisaukaskattur á raf-, vetnis- og tengiltvinnbílum og þar með styrkt samkeppnisstaða þessara bíla gagnvart bílum sem ganga fyrir bensíni og dísel. Löggjöfin markar skref í átt að því að búa hér til aðstæður þar sem bifreiðar sem ganga fyrir endurnýjanlegri orku eða menga innan við sett mörk verða raunhæfur valkostur. Vissulega vantar enn upp á að ytri aðstæður, svo sem varðandi áfyllingar, séu með þeim hætti að hentað geti öllum að skipta yfir í umhverfisvænni heimilisbíl en löggjöfin nýja gerir að verkum að verð á slíkum bílum stenst samanburð við verð á venjulegum bensín- og díselbílum. Löggjöfin sýnir einnig vilja yfirvalda í verki og það verður áhugavert að fylgjast með áhrifum hennar. Þegar upp er staðið snýst þetta jú allt um það verkefni að skila jörðinni til næstu kynslóðar í jafngóðu en þó helst betra ástandi en tekið var við henni frá kynslóðinni á undan. Þetta verkefni hefur verið mannkyninu verulega ofviða um alllangt skeið en vaxandi vitund er um mikilvægi þess. Hvert skref sem stigið er í þessum efnum skiptir máli.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun