Sýnir með Issey Miyake og Dior á tískuvikunni í París 2. júlí 2012 15:00 Tískusýning Sruli Recht er orðin liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust. fréttablaðið/gva „Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Sýning sem þessi er mjög mikilvæg hönnuðum sem vilja koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum og setur okkur í flokk með stóru tískuhúsunum og ýtir undir áhuga kaupenda," segir fatahönnuðurinn Sruli Recht. Tískusýning hans er nú liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París í haust og mun hann sýna á sama tíma og tískuhús á borð við Issey Miyake, Pierre Cardin, Dior, Galliano, Hermés, Luis Vuitton og Rick Owens. Hægt er að skoða myndir frá sýningunni hér. Sruli hefur fjórum sinnum áður tekið þátt í tískuvikunni í París en þetta er í fyrsta sinn sem sýning hans er liður í opinberri dagskrá tískuvikunnar. „Sýningin sem ég setti upp í janúar fékk það góð viðbrögð að okkur var boðið að sýna í Palais Brongniart í haust. Við höfum lagt ómælda vinnu í að undirbúa sýninguna og höfum meðal annars ráðið sýningarstjóra til að stýra sýningunni," segir Sruli sem vinnur ásamt átján manna teymi við að undirbúa herlegheitin. Hann mun sýna um tuttugu heildarklæðnaði á sýningunni sem fram fer í hinni gömlu kauphöll Parísar. Þátttaka hans í tískuvikunni hefur vakið athygli erlendra kaupenda á hönnun hans og að hans sögn hafa um þrjátíu nýir aðilar sýnt merkinu áhuga, þar á meðal Saks Fifth Avenue-verslunin í New York. Verslunin var stofnuð árið 1898 og rekur einnig útibú í Dúbaí, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Sruli er uppalinn í Ástralíu en hefur verið búsettur á Íslandi undanfarin ár og rekur hönnunarverkstæðið Vopnabúrið á Granda. Sruli notar gjarnan íslenskt hráefni í hönnun sinni og vinnur hana í samstarfi við íslenska handverksmenn. Síðasta sumar sagði Fréttablaðið frá því að tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz hefði fallið fyrir hönnun Sruli þegar herralína hans var sýnd í París og festi söngvarinn kaup á þó nokkuð af fatnaði og fylgihlutum úr línunni. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira