Útpælt og proggað popp Trausti Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 10:45 Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Múgsefjun. Record Records. Þetta er önnur plata Múgsefjunar og ber nafn sveitarinnar. Sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út fyrir fjórum árum og fékk fínar viðtökur. Nýja platan er þemaplata sem fjallar um íslenskt samfélag síðustu árin, eða að minnsta kosti skil ég hana þannig. Tónlistin er fjölskrúðugt og hugmyndaríkt popp. Þeir félagar eru ekkert í vandræðum með að framleiða fínar melódíur og á plötunni leika þeir sér að því að búa til flókin og progguð popplög. Þeir gera líka tilraunir með útsetningar, hljóm og hljóðfæraval. Kirkjuorgel setur til dæmis skemmtilegan svip á nokkur lög og harmonikka, fiðla og básúna fá líka að hljóma. Þetta er útpæld og flott plata. Hún virkar mjög vel sem heild. Maður fylgir hljómsveitinni í gegnum söguna og hvert margkaflaskipt lagið á fætur öðru. Lögin eru öll góð, þó að maður grípi þau misfljótt. Mín uppáhaldslög eru Sendlingur og sandlóa (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan), Sitjum og bíðum, Svona fer fyrir þeim sem eru fyrir, Fékkst ekki nóg og hið frábæra Þórðargleði, sem er eitt af lögum ársins. Loks ber svo að geta umslagsins sem er einkar vel heppnað og smellpassar við tónlist og texta. Á heildina litið er þetta skolli fín plata. Ein af þeim betri það sem af er árs. Niðurstaða: Hugmyndarík og skemmtileg þemaplata
Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira