Syngur við tölvugerða tónlist 10. júlí 2012 11:00 Gerði nær allt sjálf Oléna gaf út plötuna Made in Hurt by Heart á dögunum og er það hennar fyrsta plata. Hún gerði hana að nær öllu leyti sjálf. „Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs Lífið Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs
Lífið Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira