Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði 11. júlí 2012 12:00 „Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs Fréttir Lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira
„Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs
Fréttir Lífið Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira