Biðsalur dauðans Teitur Guðmundsson skrifar 31. júlí 2012 06:00 Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkrunarheimili þessu nafni og fáum við væntanlega flest einhverja hryllingsmynd í hugann. Einhverjir munu hugsa með sér að þangað muni þeir aldrei fara, á meðan aðrir lofa góða þjónustu, yndislegt viðmót, fagleg vinnubrögð sem og það öryggi sem slíkt veitir þeim sem slíka aðhlynningu þurfa. Ekki síst hefur samfélagsmynstrið breytt möguleikum fjölskyldna á að búa saman frá vöggu til grafar vegna aukins álags, vinnuframlags og tímaskorts hvort heldur sem er gagnvart börnum okkar eða foreldrum. Þó skyldi stefna að búsetu á eigin heimili eins lengi og þess er nokkur kostur. Umræðan undanfarið hefur verið áhugaverð vegna fyrirætlana um að setja upp kaffihús og selja áfengi á slíku heimili hér í bænum. Víti til varnaðar segja sumir á meðan aðrir fagna frelsi íbúa, þroskaðra einstaklinga, sem vilja hafa eitthvað að segja um líf sitt og tilveru þrátt fyrir að vera vistmenn. Það er vitaskuld rétt út frá læknisfræðilegu sjónarmiði að áfengi og viss lyf, hár aldur og lélegri efnaskipti geta haft neikvæð áhrif á nautnina við að fá sér í glas eins og það er kallað á góðri íslensku. Fylgifiskar ölvunar eru alþekktir, fyrir utan þá sértæku sem snúa að heilsu eldri borgara eins og hætta á falli og beinbrotum svo eitthvað sé nefnt. Ég hef ekki kafað djúpt í greinar um slíkt en ugglaust er áfengisvíma ekki til að auka öryggi einstaklingsins. En snýst þetta um frelsi, valmöguleika og rétt einstaklingsins til að ákveða fyrir sjálfan sig hvað hann vill? Mögulega er það svo. En hver á að ákveða fyrir okkur hvenær við erum fær um slíkt? Sennilega læknirinn sem ber ábyrgð á heilsu vistmanna. Rétt eins og læknar veita leyfi til aksturs aldurhniginna einstaklinga með því að gefa út vottorð. Það mætti með kímni spyrja hvort læknar vistheimila þurfi í framtíðinni að gefa út drykkjuvottorð og þar með leyfi til að fá sér í staupinu á kaffihúsinu. En að öllu gamni slepptu þá er ólíklegt að við myndum stuðla að afvelta kengfullum eldri borgurum á göngum elli- og hjúkrunarheimila landsins með þeim ráðahag. Rétturinn til sjálfsákvörðunar er afar sterkur, sömuleiðis eignarrétturinn og því er áhugavert í þessu ljósi að velta fyrir sér öðru máli er tengist gjaldþrotameðferð „efnaðs" vistmanns á öðru stóru vistheimili í Reykjavík vegna skuldar hans við heimili sitt. Þetta er hið einkennilegasta mál ef horft er fram hjá að mínu viti gölluðum reglum um greiðsluþátttöku einstaklinga í kostnaði við rekstur vistheimila og staldrað við fordæmið sem þetta mál setur. Okkur er tíðrætt um samtrygginguna og það að við viljum auðvitað sanngjarnt og gott velferðarkerfi, gott og vel! Væntanlega hefur þessi umræddi maður greitt skatta og skyldur og aflað um ævina svo hann ætti eign í lífeyrissjóði eða viðlíka, hans lífeyrissjóð. Er hann ekki búinn að greiða samtrygginguna í gegnum áratugi í vinnu? Til hvers greiddi hann í sjóðinn ef hann getur ekki notið hans? Hann á vitaskuld sama rétt og allir aðrir á „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni" án þess að greiða meira en aðrir góðir og gildir þegnar þessa lands. Ef hann getur svo ekki heldur fengið að ráða því hvort hann fái gott rauðvín með steikinni heima hjá sér nema gegn framvísun vottorðs þá er manni eiginlega öllum lokið. Ég á væntanlega nokkur ár eftir áður en ég fer á vistheimili, fram að því munu þau vafalaust taka miklum breytingum. Ég gæti talið upp fjöldamörg atriði sem ég myndi vilja fyrir mína parta, en það myndi sprengja ramma þessarar greinar. Þegar þar að kemur hef ég væntanlega greitt minn skerf til samfélagsins svo ég og kona mín getum óáreitt notið lífeyris okkar með staup að eigin vali í hönd, hvort sem er áfengt eður ei, og átt ánægjulegt ævikvöld án þess að finnast við vera í biðsal dauðans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun
Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkrunarheimili þessu nafni og fáum við væntanlega flest einhverja hryllingsmynd í hugann. Einhverjir munu hugsa með sér að þangað muni þeir aldrei fara, á meðan aðrir lofa góða þjónustu, yndislegt viðmót, fagleg vinnubrögð sem og það öryggi sem slíkt veitir þeim sem slíka aðhlynningu þurfa. Ekki síst hefur samfélagsmynstrið breytt möguleikum fjölskyldna á að búa saman frá vöggu til grafar vegna aukins álags, vinnuframlags og tímaskorts hvort heldur sem er gagnvart börnum okkar eða foreldrum. Þó skyldi stefna að búsetu á eigin heimili eins lengi og þess er nokkur kostur. Umræðan undanfarið hefur verið áhugaverð vegna fyrirætlana um að setja upp kaffihús og selja áfengi á slíku heimili hér í bænum. Víti til varnaðar segja sumir á meðan aðrir fagna frelsi íbúa, þroskaðra einstaklinga, sem vilja hafa eitthvað að segja um líf sitt og tilveru þrátt fyrir að vera vistmenn. Það er vitaskuld rétt út frá læknisfræðilegu sjónarmiði að áfengi og viss lyf, hár aldur og lélegri efnaskipti geta haft neikvæð áhrif á nautnina við að fá sér í glas eins og það er kallað á góðri íslensku. Fylgifiskar ölvunar eru alþekktir, fyrir utan þá sértæku sem snúa að heilsu eldri borgara eins og hætta á falli og beinbrotum svo eitthvað sé nefnt. Ég hef ekki kafað djúpt í greinar um slíkt en ugglaust er áfengisvíma ekki til að auka öryggi einstaklingsins. En snýst þetta um frelsi, valmöguleika og rétt einstaklingsins til að ákveða fyrir sjálfan sig hvað hann vill? Mögulega er það svo. En hver á að ákveða fyrir okkur hvenær við erum fær um slíkt? Sennilega læknirinn sem ber ábyrgð á heilsu vistmanna. Rétt eins og læknar veita leyfi til aksturs aldurhniginna einstaklinga með því að gefa út vottorð. Það mætti með kímni spyrja hvort læknar vistheimila þurfi í framtíðinni að gefa út drykkjuvottorð og þar með leyfi til að fá sér í staupinu á kaffihúsinu. En að öllu gamni slepptu þá er ólíklegt að við myndum stuðla að afvelta kengfullum eldri borgurum á göngum elli- og hjúkrunarheimila landsins með þeim ráðahag. Rétturinn til sjálfsákvörðunar er afar sterkur, sömuleiðis eignarrétturinn og því er áhugavert í þessu ljósi að velta fyrir sér öðru máli er tengist gjaldþrotameðferð „efnaðs" vistmanns á öðru stóru vistheimili í Reykjavík vegna skuldar hans við heimili sitt. Þetta er hið einkennilegasta mál ef horft er fram hjá að mínu viti gölluðum reglum um greiðsluþátttöku einstaklinga í kostnaði við rekstur vistheimila og staldrað við fordæmið sem þetta mál setur. Okkur er tíðrætt um samtrygginguna og það að við viljum auðvitað sanngjarnt og gott velferðarkerfi, gott og vel! Væntanlega hefur þessi umræddi maður greitt skatta og skyldur og aflað um ævina svo hann ætti eign í lífeyrissjóði eða viðlíka, hans lífeyrissjóð. Er hann ekki búinn að greiða samtrygginguna í gegnum áratugi í vinnu? Til hvers greiddi hann í sjóðinn ef hann getur ekki notið hans? Hann á vitaskuld sama rétt og allir aðrir á „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni" án þess að greiða meira en aðrir góðir og gildir þegnar þessa lands. Ef hann getur svo ekki heldur fengið að ráða því hvort hann fái gott rauðvín með steikinni heima hjá sér nema gegn framvísun vottorðs þá er manni eiginlega öllum lokið. Ég á væntanlega nokkur ár eftir áður en ég fer á vistheimili, fram að því munu þau vafalaust taka miklum breytingum. Ég gæti talið upp fjöldamörg atriði sem ég myndi vilja fyrir mína parta, en það myndi sprengja ramma þessarar greinar. Þegar þar að kemur hef ég væntanlega greitt minn skerf til samfélagsins svo ég og kona mín getum óáreitt notið lífeyris okkar með staup að eigin vali í hönd, hvort sem er áfengt eður ei, og átt ánægjulegt ævikvöld án þess að finnast við vera í biðsal dauðans.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun