Homo sapiens og heimabankinn Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Þar sem ég sötraði tvöfaldan low-fat soja frappuccino með auka karamelluskoti og þeyttum rjóma kynnti ég mér það nýjasta í hraðri framþróun mannsins. Um var að ræða afrakstur eins af mörgum spennandi sprotafyrirtækjum landsins. Hugbúnaðinn Meniga þekkja margir heimabankanotendur. Meniga er heimilisfjármálakerfi sem hjálpar nútímamanninum að hafa yfirsýn yfir útgjöld sín, gera fjárhagsáætlanir og standa við þær. Þar má auk þess bera sig saman við aðra. Ég lék mér að því að fikta í forritinu og skoða hve langt í land ég ætti með að tilheyra hinu rómaða fjárhagslega eina prósenti sem allir elska að hata en flestir vildu tilheyra. En skyndilega svelgdist mér á tvöfalda low-fat soja frappuccino-inu með auka karamelluskotinu og þeytta rjómanum. Maðurinn hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Da Vinci og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og unnið bug á sjúkdómum. Hann hefur fundið upp jafnmargar samsetningar á kaffi og náttúran á genum mannsins. Ein er hins vegar sú áskorun sem manninum virðist ómögulegt að sigrast á. Hún blasti við mér inni í heimilisfjármálakerfinu. Ég hafði gefist upp á samanburðinum við eina prósentið – hann var of óhagstæður. Ég tók því að skoða hvar ég stæði miðað við aðra út frá hinum ýmsu breytum sem forritið stakk upp á: búsetu, fæðingarári. Í sakleysi mínu smellti ég á takkann „kyn". Ég hefði átt að vita betur. Ískaldur veruleikinn var eins og blaut tuska í andlitið. Þegar meðallaun notenda forritsins voru einskorðuð við konur hrundu þau eins og illa bakað soufflé. Af harðfylgi hefur homo sapiens lifað af heila ísöld. Hann hefur útrýmt drepsóttum. Fundið upp heimabankann. En launamun kynjanna –nei, hann er of erfitt að laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni. Þar sem ég sötraði tvöfaldan low-fat soja frappuccino með auka karamelluskoti og þeyttum rjóma kynnti ég mér það nýjasta í hraðri framþróun mannsins. Um var að ræða afrakstur eins af mörgum spennandi sprotafyrirtækjum landsins. Hugbúnaðinn Meniga þekkja margir heimabankanotendur. Meniga er heimilisfjármálakerfi sem hjálpar nútímamanninum að hafa yfirsýn yfir útgjöld sín, gera fjárhagsáætlanir og standa við þær. Þar má auk þess bera sig saman við aðra. Ég lék mér að því að fikta í forritinu og skoða hve langt í land ég ætti með að tilheyra hinu rómaða fjárhagslega eina prósenti sem allir elska að hata en flestir vildu tilheyra. En skyndilega svelgdist mér á tvöfalda low-fat soja frappuccino-inu með auka karamelluskotinu og þeytta rjómanum. Maðurinn hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Da Vinci og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og unnið bug á sjúkdómum. Hann hefur fundið upp jafnmargar samsetningar á kaffi og náttúran á genum mannsins. Ein er hins vegar sú áskorun sem manninum virðist ómögulegt að sigrast á. Hún blasti við mér inni í heimilisfjármálakerfinu. Ég hafði gefist upp á samanburðinum við eina prósentið – hann var of óhagstæður. Ég tók því að skoða hvar ég stæði miðað við aðra út frá hinum ýmsu breytum sem forritið stakk upp á: búsetu, fæðingarári. Í sakleysi mínu smellti ég á takkann „kyn". Ég hefði átt að vita betur. Ískaldur veruleikinn var eins og blaut tuska í andlitið. Þegar meðallaun notenda forritsins voru einskorðuð við konur hrundu þau eins og illa bakað soufflé. Af harðfylgi hefur homo sapiens lifað af heila ísöld. Hann hefur útrýmt drepsóttum. Fundið upp heimabankann. En launamun kynjanna –nei, hann er of erfitt að laga.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun