Skemmtilegur subbuskapur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. ágúst 2012 08:00 Bíó. Killer Joe. Leikstjórn: William Friedkin. Leikarar: Matthew McConaughey, Emile Hirsch, Juno Temple, Gina Gershon, Thomas Haden Church. Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó. Myndin, sem byggð er á samnefndu leikriti Tracy Letts, segir frá durtslegri fjölskyldu í Texas sem leggur á ráðin um að drepa fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður fjölskylduföðurins. Til verksins ráða þau Manndráps-Jóa, rannsóknarlögreglumann sem drýgir tekjurnar með leigumorðum, en fljótlega kemur í ljós að Jói er jafnvel brenglaðri en í upphafi var talið. Andstyggilegt titilhlutverkið verður enn áhugaverðara í höndum sjarma-trölls á borð við McConaughey, en hann fer hér algjörlega á kostum sem hinn kynferðislega brenglaði en fjallmyndarlegi morðhundur. Gershon, Church og Hirsch ofleika öll temmilega en það venst fljótt og virðist vera hluti af sýningunni. Það er þó Juno Temple sem stelur senunni í hlutverki unglingsstúlkunnar á heimilinu. Frábær leikkona sem ég hlakka til að sjá meira af. Með hæfileika sína í farteskinu og traustan leikhóp til umráða má segja að Friedkin hafi hér flest verkfærin til þess að búa til frábæra kvikmynd, en honum tekst það því miður ekki alveg. Losaralegur endaspretturinn dregur úr áhrifamættinum og hin viljandi óljósu sögulok skapa hvorki skemmtilega óvissu né umræður, heldur pirring og svekkelsi. Þetta er synd þar sem leikstjórinn á mörg frábær, listræn augnablik í fyrri hlutanum. Að lokum mætti einhver benda honum á að ráða til sín betri klippara. Niðurstaða: Skemmtileg en nokkuð subbuleg. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. Killer Joe. Leikstjórn: William Friedkin. Leikarar: Matthew McConaughey, Emile Hirsch, Juno Temple, Gina Gershon, Thomas Haden Church. Exorcist-kempan William Friedkin nálgast nú áttrætt en heldur sig við efnið og sendir nú frá sér hina subbulegu Killer Joe. Myndin hlaut hinn óvinsæla NC-17 stimpil frá kvikmyndaeftirlitinu vestanhafs, en það þýðir að engum undir 17 ára aldri er hleypt inn á myndina. Aldurstakmarkið getur haft í för með sér umtalsvert tekjutap fyrir framleiðendur en engu að síður var Killer Joe látin flakka óstytt í bíó. Myndin, sem byggð er á samnefndu leikriti Tracy Letts, segir frá durtslegri fjölskyldu í Texas sem leggur á ráðin um að drepa fyrrverandi eiginkonu og barnsmóður fjölskylduföðurins. Til verksins ráða þau Manndráps-Jóa, rannsóknarlögreglumann sem drýgir tekjurnar með leigumorðum, en fljótlega kemur í ljós að Jói er jafnvel brenglaðri en í upphafi var talið. Andstyggilegt titilhlutverkið verður enn áhugaverðara í höndum sjarma-trölls á borð við McConaughey, en hann fer hér algjörlega á kostum sem hinn kynferðislega brenglaði en fjallmyndarlegi morðhundur. Gershon, Church og Hirsch ofleika öll temmilega en það venst fljótt og virðist vera hluti af sýningunni. Það er þó Juno Temple sem stelur senunni í hlutverki unglingsstúlkunnar á heimilinu. Frábær leikkona sem ég hlakka til að sjá meira af. Með hæfileika sína í farteskinu og traustan leikhóp til umráða má segja að Friedkin hafi hér flest verkfærin til þess að búa til frábæra kvikmynd, en honum tekst það því miður ekki alveg. Losaralegur endaspretturinn dregur úr áhrifamættinum og hin viljandi óljósu sögulok skapa hvorki skemmtilega óvissu né umræður, heldur pirring og svekkelsi. Þetta er synd þar sem leikstjórinn á mörg frábær, listræn augnablik í fyrri hlutanum. Að lokum mætti einhver benda honum á að ráða til sín betri klippara. Niðurstaða: Skemmtileg en nokkuð subbuleg.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira