Íslensk ábyrgð Þórður Snær Júlíusson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. Eigendur Hörpu þurfa að greiða um milljarð króna af lánum vegna byggingar hennar í ár. Til viðbótar er búist við að rekstrartap hússins verði um 400 milljónir króna og KPMG, sem gerði úttekt á rekstri Hörpu, segir viðbúið að áframhaldandi rekstrartap verði á næstu árum. Í ár var ákveðið að ráðast í skuldabréfaútgáfu til að fjármagna veisluna. Hún hefur að langmestu leyti verið seld til fjárfestingasveltra lífeyrissjóða, enda útgáfan með ríkisábyrgð. Alls þarf að ná inn 18,6 milljörðum króna í útboðinu til að gera upp sambankalán, fjármagna lokauppgjör við verktaka og aðrar innspýtingar skattgreiðenda. KPMG hvetur hins vegar til þess að útgáfan verði stækkuð í 19,3 milljarða króna til að gera Hörpunni kleift að fá 700 milljónir króna í nýtt rekstrarfé. Miðað við áætlun ársins í ár mun það fé brenna upp á innan við tveimur árum. Harpan, sem kostaði um 173 prósentum meira en upphaflega áætlað var, er ekki fyrsta framkvæmdin sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum sem hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Héðinsfjarðargöng kostuðu fullgerð rúma 15 milljarða króna, 19 prósentum meira en lagt var upp með. Ný Grímseyjarferja kostaði 167 prósentum meira en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þjóðarbókhlaðan kostaði helmingi meira en hún átti að gera. Nýjar skrifstofur Alþingis og Borgarbókasafnið bæði um 90 prósentum meira. Hús Orkuveitunnar fór að minnsta kosti þriðjung fram úr áætlun. Í rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild HR, og mastersnema hans kemur reyndar fram að um 70 prósent allra opinberra framkvæmda fara fram úr áætlun. Þegar um er að ræða stærri verkefni, eins og Hörpuna, þá eru um 90 prósenta líkur á framúrkeyrslu. Þessar staðreyndir boða ekki gott þegar horft er til þess að fram undan eru tvær mjög dýrar framkvæmdir á ábyrgð ríkisins. Í fyrradag hófst nefnilega vinna við Vaðlaheiðargöng, sem eiga að kosta um níu milljarða króna og borga sig upp með veggjöldum. Sérfræðingar hafa sagt þá áætlun fjarstæðukennda. Brátt verður síðan ráðist í byggingu nýs Landspítala. Áætlaður kostnaður hans eru rúmlega 50 milljarðar króna. Tvennt kemur til greina þegar ofangreint er skoðað. Annaðhvort eru stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanir um viðkomandi framkvæmdir vísvitandi þátttakendur í því að blekkja almenning eða að þeir undirbúi ákvarðanir sem binda gríðarlegt magn af almannafé í umdeildum framkvæmdum ekki nógu vel. Hvorugt er ásættanlegt. Á báðu þarf að axla ábyrgð. Það þykir hins vegar ekki nógu „íslenskt" að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. Eigendur Hörpu þurfa að greiða um milljarð króna af lánum vegna byggingar hennar í ár. Til viðbótar er búist við að rekstrartap hússins verði um 400 milljónir króna og KPMG, sem gerði úttekt á rekstri Hörpu, segir viðbúið að áframhaldandi rekstrartap verði á næstu árum. Í ár var ákveðið að ráðast í skuldabréfaútgáfu til að fjármagna veisluna. Hún hefur að langmestu leyti verið seld til fjárfestingasveltra lífeyrissjóða, enda útgáfan með ríkisábyrgð. Alls þarf að ná inn 18,6 milljörðum króna í útboðinu til að gera upp sambankalán, fjármagna lokauppgjör við verktaka og aðrar innspýtingar skattgreiðenda. KPMG hvetur hins vegar til þess að útgáfan verði stækkuð í 19,3 milljarða króna til að gera Hörpunni kleift að fá 700 milljónir króna í nýtt rekstrarfé. Miðað við áætlun ársins í ár mun það fé brenna upp á innan við tveimur árum. Harpan, sem kostaði um 173 prósentum meira en upphaflega áætlað var, er ekki fyrsta framkvæmdin sem ráðist hefur verið í á undanförnum árum sem hefur farið langt fram úr öllum áætlunum. Héðinsfjarðargöng kostuðu fullgerð rúma 15 milljarða króna, 19 prósentum meira en lagt var upp með. Ný Grímseyjarferja kostaði 167 prósentum meira en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Þjóðarbókhlaðan kostaði helmingi meira en hún átti að gera. Nýjar skrifstofur Alþingis og Borgarbókasafnið bæði um 90 prósentum meira. Hús Orkuveitunnar fór að minnsta kosti þriðjung fram úr áætlun. Í rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við tækni- og verkfræðideild HR, og mastersnema hans kemur reyndar fram að um 70 prósent allra opinberra framkvæmda fara fram úr áætlun. Þegar um er að ræða stærri verkefni, eins og Hörpuna, þá eru um 90 prósenta líkur á framúrkeyrslu. Þessar staðreyndir boða ekki gott þegar horft er til þess að fram undan eru tvær mjög dýrar framkvæmdir á ábyrgð ríkisins. Í fyrradag hófst nefnilega vinna við Vaðlaheiðargöng, sem eiga að kosta um níu milljarða króna og borga sig upp með veggjöldum. Sérfræðingar hafa sagt þá áætlun fjarstæðukennda. Brátt verður síðan ráðist í byggingu nýs Landspítala. Áætlaður kostnaður hans eru rúmlega 50 milljarðar króna. Tvennt kemur til greina þegar ofangreint er skoðað. Annaðhvort eru stjórnmálamennirnir sem taka ákvarðanir um viðkomandi framkvæmdir vísvitandi þátttakendur í því að blekkja almenning eða að þeir undirbúi ákvarðanir sem binda gríðarlegt magn af almannafé í umdeildum framkvæmdum ekki nógu vel. Hvorugt er ásættanlegt. Á báðu þarf að axla ábyrgð. Það þykir hins vegar ekki nógu „íslenskt" að gera það.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun