Sísí segir… Steinunn Stefánsdóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Nemendur landsins hefja skólagöngu vetrarins þessa daga. Eftirvæntingin er líklega mest hjá sex ára börnunum sem ganga nú inn í heim sem hefur verið þeim flestum framandi hingað til. Börnin eru mistilbúin til að takast á við skiptin frá leikskóla yfir í grunnskóla, eins og gengur. Meðan sum hafa beðið óþreyjufull eftir fyrsta skóladeginum eru önnur sem væru fyllilega sátt við að vera áfram í gamla notalega leikskólanum sínum. Upplifun barnanna er einnig mismunandi. Meðan sum eiga auðvelt með að semja sig að nýjum siðum og kröfum eru önnur sem eiga ekki eins auðvelt með að takast á við breytingarnar og verða þá sum fyrir vonbrigðum með skólagönguna. Verkefni skólans er þannig ekki alltaf auðvelt því hann á að koma til móts við öll þessi börn. Meginnámsverkefni fyrsta skólaársins er lesturinn því með honum er lagður grunnur að öllu öðru bóklegu námi. Flest börn læra tæknina við að lesa í skólanum. Sísí og Óli úr Gagni og gamni eru reyndar víðs fjarri og aðrar aðferðir og annað námsefni tekið við. Það gildir hins vegar það sama um börnin sem hefja skólagönguna haustið 2012 og þau börn sem lærðu að lesa upp úr Gagni og gamni og eru nú orðin afar og ömmur að þjálfunin í lestri skiptir sköpum um færnina. Enginn verður hvorki hraður og góður lesari né öðlast nákvæman lesskilning öðruvísi en að æfa tæknina í þaula. Sú æfing fer vissulega fram með heimalestri sem skólinn setur fyrir en fyrst og fremst með öðrum lestri. Í raun má segja að æfingin hefjist um leið og foreldrar fara að lesa fyrir börn sín lítil. Síst dregur úr mikilvægi þessa daglega lesturs eftir að stafainnlögn og lestrarnám er hafið. Á sama tíma þarf að hvetja börnin til þess að nýta lestrarkunnáttuna og spreyta sig sjálf og um leið og þau eru orðin stautfær þarf að aðstoða þau við að finna lesefni sem höfðar til þeirra og halda að lesefninu. Sjálfsagt er að halda áfram að lesa fyrir börnin eins lengi og þau óska eftir því enda felst í því talsverð þjálfun að horfa á texta sem lesinn er upphátt. Hlutverk foreldranna felst samt ekki bara í því að lesa fyrir börn sín og veita þeim aðhald við lesturinn. Foreldrarnir verða að vera börnum sínum fyrirmynd líka. Barn sem elst ekki upp við að fólkið í kringum það lesi hlýtur að eiga erfiðara með að sjá tilganginn með því að vera sílesandi. Þjálfunin sem felst í því að vera lestrarfyrirmynd hefst um leið og barnið er farið að horfa í kringum sig því barn sem verður vitni að lesandi foreldrum er líklegra til þess að langa að læra að lesa en barn sem ekki er alið upp við að fólkið í umhverfi þess færi sér lestrartæknina í nyt. Lestur og lesskilningur er grunnurinn að öllu öðru bóklegu námi. Þátttaka foreldra í lestrarnámi barna skiptir þau þannig óendanlega miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun
Nemendur landsins hefja skólagöngu vetrarins þessa daga. Eftirvæntingin er líklega mest hjá sex ára börnunum sem ganga nú inn í heim sem hefur verið þeim flestum framandi hingað til. Börnin eru mistilbúin til að takast á við skiptin frá leikskóla yfir í grunnskóla, eins og gengur. Meðan sum hafa beðið óþreyjufull eftir fyrsta skóladeginum eru önnur sem væru fyllilega sátt við að vera áfram í gamla notalega leikskólanum sínum. Upplifun barnanna er einnig mismunandi. Meðan sum eiga auðvelt með að semja sig að nýjum siðum og kröfum eru önnur sem eiga ekki eins auðvelt með að takast á við breytingarnar og verða þá sum fyrir vonbrigðum með skólagönguna. Verkefni skólans er þannig ekki alltaf auðvelt því hann á að koma til móts við öll þessi börn. Meginnámsverkefni fyrsta skólaársins er lesturinn því með honum er lagður grunnur að öllu öðru bóklegu námi. Flest börn læra tæknina við að lesa í skólanum. Sísí og Óli úr Gagni og gamni eru reyndar víðs fjarri og aðrar aðferðir og annað námsefni tekið við. Það gildir hins vegar það sama um börnin sem hefja skólagönguna haustið 2012 og þau börn sem lærðu að lesa upp úr Gagni og gamni og eru nú orðin afar og ömmur að þjálfunin í lestri skiptir sköpum um færnina. Enginn verður hvorki hraður og góður lesari né öðlast nákvæman lesskilning öðruvísi en að æfa tæknina í þaula. Sú æfing fer vissulega fram með heimalestri sem skólinn setur fyrir en fyrst og fremst með öðrum lestri. Í raun má segja að æfingin hefjist um leið og foreldrar fara að lesa fyrir börn sín lítil. Síst dregur úr mikilvægi þessa daglega lesturs eftir að stafainnlögn og lestrarnám er hafið. Á sama tíma þarf að hvetja börnin til þess að nýta lestrarkunnáttuna og spreyta sig sjálf og um leið og þau eru orðin stautfær þarf að aðstoða þau við að finna lesefni sem höfðar til þeirra og halda að lesefninu. Sjálfsagt er að halda áfram að lesa fyrir börnin eins lengi og þau óska eftir því enda felst í því talsverð þjálfun að horfa á texta sem lesinn er upphátt. Hlutverk foreldranna felst samt ekki bara í því að lesa fyrir börn sín og veita þeim aðhald við lesturinn. Foreldrarnir verða að vera börnum sínum fyrirmynd líka. Barn sem elst ekki upp við að fólkið í kringum það lesi hlýtur að eiga erfiðara með að sjá tilganginn með því að vera sílesandi. Þjálfunin sem felst í því að vera lestrarfyrirmynd hefst um leið og barnið er farið að horfa í kringum sig því barn sem verður vitni að lesandi foreldrum er líklegra til þess að langa að læra að lesa en barn sem ekki er alið upp við að fólkið í umhverfi þess færi sér lestrartæknina í nyt. Lestur og lesskilningur er grunnurinn að öllu öðru bóklegu námi. Þátttaka foreldra í lestrarnámi barna skiptir þau þannig óendanlega miklu máli.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun