Svaf heila nótt í búningi 25. ágúst 2012 00:01 Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. Hér sést hann í hlutverki sínu sem Berkano. fréttablaðið/arnþór birkisson Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira