Svaf heila nótt í búningi 25. ágúst 2012 00:01 Tómas Lemarquis fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival. Hér sést hann í hlutverki sínu sem Berkano. fréttablaðið/arnþór birkisson Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói. „Myndin segir tvær sögur; önnur gerist á tímum Francos og hin í nútímanum. Minn karakter er uppi á tímum Francos og er notaður til þess að kvelja fanga og fá upp úr þeim upplýsingar. Hann finnur ekki til sársauka og áttar sig þess vegna ekki á því að hann sé að gera nokkuð rangt," útskýrir Tómas. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Juan Carlos Medina og var förðunin í höndum sama fólks og vann við Pan's Labyrinth. Myndin var tekin upp í Barcelona síðasta sumar og segist Tómas hafa beðið í fimm ár eftir því að tökur á myndinni hæfust. „Það var leikstjóri sem ég þekki sem benti framleiðandanum á mig og þannig komst ég í samband við þá. Tökum var frestað nokkrum sinnum og því beið ég í fimm ár eftir því að þær færu af stað. Ég þurfti að vera í góðu líkamlegu formi fyrir hlutverkið og þurfti því að byrja æfingar upp á nýtt nokkrum sinnum." Tómas túlkar persónu sína, Berkano, á ólíkum aldursskeiðum og tók það förðunarteymi um átta klukkustundir að breyta leikaranum í gamlan mann. Tómas þurfti síðan að vera í gervinu í tvo sólarhringa. „Það tók svo langan tíma að setja á mig gervið og þess vegna var ákveðið að ég mundi sofa í sílikonbúningnum um nóttina. Þetta var eins og að vera með kláðaduft um allan líkamann og ég svaf lítið sem ekkert og fékk í kjölfarið brunasár á líkamann." Inntur eftir því hvort hann fari á hátíðina segir Tómas það eiga eftir að koma í ljós. „Mig langar mikið til að fara enda er þetta stærsta kvikmyndahátíð heims á eftir Cannes. Þetta er svokölluð A-hátíð og maður vill helst að myndirnar sínar komist inn á slíkar hátíðir enda opnar það manni margar dyr." sara@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira