Næsta plata epískari 29. ágúst 2012 00:01 Upptökum er lokið á annarri plötu Suðurnesjasveitarinnar Valdimars. Söngvaranum Valdimari Guðmundssyni líst mjög vel á útkomuna. „Hún er kannski meira epísk heldur en fyrri platan en samt rökrétt framhald. Þetta eru stærri útsetningar og allt aðeins stærra," segir hann aðspurður. Þessa dagana er verið að hljóðblanda plötuna og stefnt er á útgáfu í október. Um helmingur laganna var saminn í Hollandi þar sem gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson er í tónlistarnámi. „Ég fór í heimsókn og við sátum þarna tímunum saman og sömdum lög," segir Valdimar. Fyrsta plata sveitarinnar, Undraland, kom út fyrir tveimur árum og hafa selst á fjórða þúsund eintök. Lagið Yfirgefinn naut mikilla vinsælda og spurður hvort annar slíkur slagari sé væntanlegur segist Valdimar ekki hafa hugmynd um það. „Það er svolítið erfitt að spá fyrir um það. Það gæti vel verið en það gæti líka verið að fólk þoli þetta ekki. En við fílum þetta rosa mikið og það er nóg fyrir okkur."- fb Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Upptökum er lokið á annarri plötu Suðurnesjasveitarinnar Valdimars. Söngvaranum Valdimari Guðmundssyni líst mjög vel á útkomuna. „Hún er kannski meira epísk heldur en fyrri platan en samt rökrétt framhald. Þetta eru stærri útsetningar og allt aðeins stærra," segir hann aðspurður. Þessa dagana er verið að hljóðblanda plötuna og stefnt er á útgáfu í október. Um helmingur laganna var saminn í Hollandi þar sem gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson er í tónlistarnámi. „Ég fór í heimsókn og við sátum þarna tímunum saman og sömdum lög," segir Valdimar. Fyrsta plata sveitarinnar, Undraland, kom út fyrir tveimur árum og hafa selst á fjórða þúsund eintök. Lagið Yfirgefinn naut mikilla vinsælda og spurður hvort annar slíkur slagari sé væntanlegur segist Valdimar ekki hafa hugmynd um það. „Það er svolítið erfitt að spá fyrir um það. Það gæti vel verið en það gæti líka verið að fólk þoli þetta ekki. En við fílum þetta rosa mikið og það er nóg fyrir okkur."- fb
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira