Sigur Rósar teppi uppseld á örskotsstundu 30. ágúst 2012 10:00 Uppselt Um 700 kíló af íslenskri ull voru notuð í teppin. Jóel Pálsson er annar eigenda Farmers Market. „Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm Lífið Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Það var gaman að flétta saman þessa tvo heima sem við hjá Farmers Market lifum og hrærumst í, tónlistar- og hönnunarheiminn," segir Jóel Pálsson tónlistarmaður um samstarfsverkefni Farmers Market og hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Jóel rekur hönnunarfyrirtækið ásamt eiginkonu sinni, fatahönnuðinum Bergþóru Guðnadóttur, og höfðu meðlimir Sigur Rósar samband við þau snemma í vor og báðu þau um að hanna teppi sem hægt væri að bjóða samhliða hinni hefðbundnu geisladiska- og bolasölu á tónleikaferðalagi sínu sem nú stendur yfir. „Við ákváðum að nota íslenska ull í teppin og hanna þau með tilliti til þess að hægt væri að framleiða þau hér heima. Bergþóra lagðist í smá grúsk og gerði svo eins konar abstrakt útgáfu af plötuumslagi Valtara. Við gerðum frumgerð, mynduðum hana og Sigur Rós setti á vefinn sinn. Það er skemmst frá því að segja að öll 300 teppin seldust upp í forsölu á nokkrum klukkutímum," segir Jóel. Í kjölfarið var ákveðið að framleiða önnur 300 teppi en í annarri litasamsetningu og seldust þau einnig strax upp. Fleiri teppi verða ekki framleidd og því um takmarkað upplag að ræða en framleiðslan hefur verið í gangi í allt sumar. Inntur eftir því hvort þau hafi í huga að vinna frekar með Sigur Rós útilokar Jóel það ekki. „Fáir vita að fyrirtæki okkar byrjaði sem plötuútgáfa þó fatahönnunin hafi tekið yfir síðustu árin." - sm
Lífið Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira