Yfirlýsing frá samtökum tölvuleikjaframleiðenda Pawel Bartoszek skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Ef byrjað hefði verið að fjöldaframleiða tölvuleiki nokkrum áratugum fyrr og aðrar venjur hefðu skapast um dreifingu þeirra værum við kannski í dag að lesa yfirlýsingar eins og þessa: „Samtök tölvuleikjaframleiðenda og eigenda leikjaréttar (STEL) eru stærstu og einu heildarsamtök tölvuleikjagerðarfólks á Íslandi og sjá samtökin einnig um hagsmunagæslu og innheimtu gjalda fyrir erlendar leikjasmiðjur í samstarfi við sambærileg samtök erlendis. Vinsældir tölvuleikja hafa farið vaxandi að undanförnu og er það fagnaðarefni. Hins vegar er eins og sumir neytendur átti sig ekki alveg á lagarammanum og brjóti því oft íslensk lög með kaup- og spilahegðun sinni. Þannig hefur það færst í vöxt að menn sæki sér tölvuleiki í gegnum erlendar vefsíður og tengist erlendum vefþjónum til að spila þá. Stundum halda menn jafnvel að þeir séu í fullum rétti enda borgi þeir fyrir leikina og kaupi þá jafnvel beint af framleiðandanum. Það er misskilningur. Erlendir aðilar þurfa að sækja um um svokallaða „mótaheimild" á Íslandi til að geta boðið Íslendingum að spila leiki í gegnum erlenda vefþjóna. Það hafa fæstir þeirra gert. Ef menn vilja síðan leyfa fólki að hlaða niður leikjum af síðum sínum þá þarf til þess að hafa leikjarétt á Íslandi og gildir þá einu hvort menn hafi skrifað leikina sjálfir eða ekki. STEL vill árétta að eina löglega tölvuleikjasíðan á Íslandi heitir Leikumokkurloglega.is. Þar er að finna tugi tölvuleikja fyrir alla aldurshópa. Vefsíðan hefur til dæmis nýlega hafið sölu á knattspyrnuleiknum FIFA 10, þar sem menn reyna m.a. að stýra draumalandsliðinu sínu til sigurs á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Leikurinn fékk glimrandi dóma beggja vegna Atlantshafsins þegar hann kom út á sínum tíma. Einhverjum gæti þótt sem oft þurfi að bíða lengi, jafnvel að eilífu, eftir nýjum tölvuleikjum. Smæð íslensks markaðar og skylda til að þýða alla tölvuleiki yfir á íslensku ráða einhverju þar um. Vinsæll íslenskur geimfjölspilunarleikur er til dæmis ekki aðgengilegur frá Íslandi í fullri útgáfu. Það ræðst af því að reglur um áðurnefnda „mótaheimild" gera mönnum það erfitt að reka leikjasíður í mörgum löndum. Þessi mál geta stundum verið dálítið flókin. Hins vegar er gaman að segja frá því að útgefandi leiksins hefur nú opnað sérstakan vefþjón fyrir íslenska notendur. Alheimurinn sem þar er hýstur hefur raunar einungis að geyma fjögur sólkerfi, en í alvörunni, hver þarf meira? Þó svo að biðin eftir leik kunni að vera löng (eða hann alls kostar ófáanlegur) þá gefur það engum rétt til að taka lögin í sínar hendur. Tölvuleikirnir eru hugverk, eign þeirra sem þá skrifa, og þótt svo að einhver vilji ekki selja okkur bílinn sinn þá gefur það okkur ekki leyfi til að stela honum. En það er því miður alltaf eitthvað um að menn reyni að kaupa leiki á erlendum síðum, þótt það sé kolólöglegt. Árlega verða íslenskar leikjabúðir og leikjasíður af tugum milljarða vegna þessa. Til stendur að fara í sérstaka auglýsingaherferð til að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál auk þess sem STEL bindur vonir við gott samstarf við kreditkortafyrirtækin um það að loka á erlendar leikjasíður. Fram undan er síðan endurskoðun tölvuleikjalaganna, sem mun fara fram í góðu samstarfi STELs og löggjafans (les: STEL mun í raun skrifa lögin sjálft). Til að mæta tapi af ólöglegu niðurhali leikja verða tekjustofnar svokallaðra STEL-gjalda breikkaðir. Nú þegar eru STEL-gjöldin innheimt af öllum seldum tölvum í landinu en vonir standa til að þau verði einnig innheimt af öllum rýmum þar sem tölvuleikir kunna að vera spilaðir. Það ætti að vera mikil réttarbót." NiðurlagYfirlýsingin hér að ofan er uppspuni en geymir þó ákveðinn sannleik. Lagaumhverfi sölu afþreyingar er í rugli. Flestar stórar veftónlistarbúðir eru lokaðar Íslendingum. Sama gildir um kvikmyndir og smáforrit. Og nú þegar rafbókasalan er að komast á fullt skrið er veruleg hætta á því að að reynt verði að hafa það eins. Því miður vantar aldrei fólk sem vill hólfa netið niður. Það er íslenskum neytendum til lítils. Íslenska hólfið getur aldrei orðið sérlega stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ef byrjað hefði verið að fjöldaframleiða tölvuleiki nokkrum áratugum fyrr og aðrar venjur hefðu skapast um dreifingu þeirra værum við kannski í dag að lesa yfirlýsingar eins og þessa: „Samtök tölvuleikjaframleiðenda og eigenda leikjaréttar (STEL) eru stærstu og einu heildarsamtök tölvuleikjagerðarfólks á Íslandi og sjá samtökin einnig um hagsmunagæslu og innheimtu gjalda fyrir erlendar leikjasmiðjur í samstarfi við sambærileg samtök erlendis. Vinsældir tölvuleikja hafa farið vaxandi að undanförnu og er það fagnaðarefni. Hins vegar er eins og sumir neytendur átti sig ekki alveg á lagarammanum og brjóti því oft íslensk lög með kaup- og spilahegðun sinni. Þannig hefur það færst í vöxt að menn sæki sér tölvuleiki í gegnum erlendar vefsíður og tengist erlendum vefþjónum til að spila þá. Stundum halda menn jafnvel að þeir séu í fullum rétti enda borgi þeir fyrir leikina og kaupi þá jafnvel beint af framleiðandanum. Það er misskilningur. Erlendir aðilar þurfa að sækja um um svokallaða „mótaheimild" á Íslandi til að geta boðið Íslendingum að spila leiki í gegnum erlenda vefþjóna. Það hafa fæstir þeirra gert. Ef menn vilja síðan leyfa fólki að hlaða niður leikjum af síðum sínum þá þarf til þess að hafa leikjarétt á Íslandi og gildir þá einu hvort menn hafi skrifað leikina sjálfir eða ekki. STEL vill árétta að eina löglega tölvuleikjasíðan á Íslandi heitir Leikumokkurloglega.is. Þar er að finna tugi tölvuleikja fyrir alla aldurshópa. Vefsíðan hefur til dæmis nýlega hafið sölu á knattspyrnuleiknum FIFA 10, þar sem menn reyna m.a. að stýra draumalandsliðinu sínu til sigurs á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku. Leikurinn fékk glimrandi dóma beggja vegna Atlantshafsins þegar hann kom út á sínum tíma. Einhverjum gæti þótt sem oft þurfi að bíða lengi, jafnvel að eilífu, eftir nýjum tölvuleikjum. Smæð íslensks markaðar og skylda til að þýða alla tölvuleiki yfir á íslensku ráða einhverju þar um. Vinsæll íslenskur geimfjölspilunarleikur er til dæmis ekki aðgengilegur frá Íslandi í fullri útgáfu. Það ræðst af því að reglur um áðurnefnda „mótaheimild" gera mönnum það erfitt að reka leikjasíður í mörgum löndum. Þessi mál geta stundum verið dálítið flókin. Hins vegar er gaman að segja frá því að útgefandi leiksins hefur nú opnað sérstakan vefþjón fyrir íslenska notendur. Alheimurinn sem þar er hýstur hefur raunar einungis að geyma fjögur sólkerfi, en í alvörunni, hver þarf meira? Þó svo að biðin eftir leik kunni að vera löng (eða hann alls kostar ófáanlegur) þá gefur það engum rétt til að taka lögin í sínar hendur. Tölvuleikirnir eru hugverk, eign þeirra sem þá skrifa, og þótt svo að einhver vilji ekki selja okkur bílinn sinn þá gefur það okkur ekki leyfi til að stela honum. En það er því miður alltaf eitthvað um að menn reyni að kaupa leiki á erlendum síðum, þótt það sé kolólöglegt. Árlega verða íslenskar leikjabúðir og leikjasíður af tugum milljarða vegna þessa. Til stendur að fara í sérstaka auglýsingaherferð til að vekja almenning til umhugsunar um þessi mál auk þess sem STEL bindur vonir við gott samstarf við kreditkortafyrirtækin um það að loka á erlendar leikjasíður. Fram undan er síðan endurskoðun tölvuleikjalaganna, sem mun fara fram í góðu samstarfi STELs og löggjafans (les: STEL mun í raun skrifa lögin sjálft). Til að mæta tapi af ólöglegu niðurhali leikja verða tekjustofnar svokallaðra STEL-gjalda breikkaðir. Nú þegar eru STEL-gjöldin innheimt af öllum seldum tölvum í landinu en vonir standa til að þau verði einnig innheimt af öllum rýmum þar sem tölvuleikir kunna að vera spilaðir. Það ætti að vera mikil réttarbót." NiðurlagYfirlýsingin hér að ofan er uppspuni en geymir þó ákveðinn sannleik. Lagaumhverfi sölu afþreyingar er í rugli. Flestar stórar veftónlistarbúðir eru lokaðar Íslendingum. Sama gildir um kvikmyndir og smáforrit. Og nú þegar rafbókasalan er að komast á fullt skrið er veruleg hætta á því að að reynt verði að hafa það eins. Því miður vantar aldrei fólk sem vill hólfa netið niður. Það er íslenskum neytendum til lítils. Íslenska hólfið getur aldrei orðið sérlega stórt.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun