Nemur hjá prjónadrottningu 5. september 2012 16:00 Fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir landaði starfsnámi hjá einu virtasta tískuhúsi í heimi, Soniu Rykiel í París. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira