Óskabyrjun á ferlinum 11. september 2012 14:00 Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Lagið hans Sumargestur sló í gegn eftir að það var frumflutt í Hljómskálanum í vor og lagið Leyndarmál sem hann sendi frá sér til að fylgja því eftir hefur líka náð miklum vinsældum. Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Hann hafði samband við Kidda í Hjálmum í vor til þess að leyfa honum að heyra lögin sín og Kidda leist það vel á að hann dreif hann beint í Hljómskálann og stjórnaði líka upptökum á þessari fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lögin tíu á Dýrð í dauðaþögn eru eftir Ásgeir Trausta, en textarnir eru eftir pabba hans, Einar Georg Einarsson og vin, Júlíus Aðalstein Róbertsson. Tónlistin er þjóðlagaskotið popp sem einkennist af fallegum laglínum og söng Ásgeirs Trausta, en hann hefur háa og flotta rödd. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar og mjög vel heppnaðar. Í sumum laganna eru forritaðir raftónlistargrunnar, en í öðrum er allt handspilað upp á gamla mátann. Það eru blásturshljóðfæri í nokkrum laganna. Þau setja sterkan svip, en einnig eru ásláttarhljóðfæraútsetningarnar á plötunni mjög flottar. Hljómurinn er sömuleiðis fyrsta flokks. Það er ekki hægt að segja annað en að hinn ungi Ásgeir Trausti fái óskabyrjun á ferlinum. Hann er bæði efnilegur lagasmiður og söngvari, en að auki fékk hann tækifæri til þess að hljóðrita efnið sitt með mörgum af bestu hljóðfæraleikurum og upptökumönnum landsins. Útkoman er frábær frumsmíð. Það verður spennandi að fylgjast með Ásgeiri Trausta í framtíðinni. Trausti Júlíusson Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. Lagið hans Sumargestur sló í gegn eftir að það var frumflutt í Hljómskálanum í vor og lagið Leyndarmál sem hann sendi frá sér til að fylgja því eftir hefur líka náð miklum vinsældum. Ásgeir Trausti er lærður í klassískum gítarleik, en hefur líka verið að semja og spila popp. Hann er meðal annars meðlimur í hljómsveitinni The Lovely Lion. Hann hafði samband við Kidda í Hjálmum í vor til þess að leyfa honum að heyra lögin sín og Kidda leist það vel á að hann dreif hann beint í Hljómskálann og stjórnaði líka upptökum á þessari fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. Lögin tíu á Dýrð í dauðaþögn eru eftir Ásgeir Trausta, en textarnir eru eftir pabba hans, Einar Georg Einarsson og vin, Júlíus Aðalstein Róbertsson. Tónlistin er þjóðlagaskotið popp sem einkennist af fallegum laglínum og söng Ásgeirs Trausta, en hann hefur háa og flotta rödd. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar og mjög vel heppnaðar. Í sumum laganna eru forritaðir raftónlistargrunnar, en í öðrum er allt handspilað upp á gamla mátann. Það eru blásturshljóðfæri í nokkrum laganna. Þau setja sterkan svip, en einnig eru ásláttarhljóðfæraútsetningarnar á plötunni mjög flottar. Hljómurinn er sömuleiðis fyrsta flokks. Það er ekki hægt að segja annað en að hinn ungi Ásgeir Trausti fái óskabyrjun á ferlinum. Hann er bæði efnilegur lagasmiður og söngvari, en að auki fékk hann tækifæri til þess að hljóðrita efnið sitt með mörgum af bestu hljóðfæraleikurum og upptökumönnum landsins. Útkoman er frábær frumsmíð. Það verður spennandi að fylgjast með Ásgeiri Trausta í framtíðinni. Trausti Júlíusson
Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira