Forstjórinn ÞÚ í fyrirtækinu "ÉG“ Rúna Magnúsdóttir skrifar 12. september 2012 09:30 Það var árið 1997 sem Tom Peters, einn dálkahöfunda hjá Fast Company, skrifaði grein undir yfirskriftinni „THE BRAND CALLED YOU!" eða „Vörumerkið þú!" Greinin vakti viðbrögð um allan heim og opnaði augu fólks fyrir því að verða meðvitaðra um fyrir hvað það stendur, fyrir hvað það vill verða þekkt og hvaða tilfinningu það vill kveikja í hugum samferðafólks síns. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá erum við þegar komin með ákveðið orðspor, við erum þegar komin með ákveðna ímynd í hugum fólks þegar nafn okkar ber á góma. Spurningin er hvort það sé sú ímynd sem við viljum vera þekkt fyrir? Þetta var árið 1997, löngu fyrir tíma Facebook, LinkedIn, Twitter og hundruða annarra samfélagssíðna, bloggsíðna og annarra netmiðla. Í dag lifum við í heimi þar sem allt gengur út á gegnsæi einstaklingsins og þátttöku hans á samfélagsmiðlum. Orð, athafnir okkar og atferli sem einstaklingar hafa aldrei verið sýnilegri fyrir alheiminum og um leið haft úrslitaáhrif á þá ímynd sem við höfum og allt gerist þetta í rauntíma. Hvað segja Google- niðurstöður um þig og fyrirtækið þitt "ÉG ehf.“?Hvort sem þú ert að fara á blint stefnumót eða á viðskiptafund með nýjum aðilum, þá er viðmælandi þinn að öllum líkindum búinn að gúgla nafnið þitt til að kanna nánar hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur undirmeðvitund okkar innan við mínútu að ákveða hvort okkur líkar eða líkar ekki við eitthvað/einhvern. Við tökum ákvörðun á augabragði hvort við treystum viðkomandi eða ekki, og traust er vissulega ein nauðsynlegasta undirstaða í öllum viðskiptum. Hvað segir LinkedIn-prófíllinn þinn um þig?Með því að vera með vel útfærðan prófíl á LinkedIn ertu hluti af alþjóðlegu samfélagi 175 milljóna manna og kvenna í atvinnulífinu um heim allan. Þar sem íslenskt atvinnulíf er samtengt alþjóðlegu atvinnulífi getur þessi eini prófíll opnað ný viðskiptatækifæri fyrir þig og vörumerki þitt! Vel uppsettur og útfærður LinkedIn-prófíll, sem sýnir sérstöðu þína á samkeppnismarkaði, verður að uppfylla sjö lykilatriði innan leitarkerfis LinkedIn svo að þitt nafn komi upp í leitarniðurstöðum vefsins. Slíkur prófíll er að mínu mati eitt af því nauðsynlegasta sem þú þarft að huga að til að vinna að því að efla orðspor þitt og ímynd í atvinnulífinu, skapa þér traust og byggja upp það persónulega vörumerki sem þú vilt standa fyrir. Fyrir hvað stendur ÉG ehf.? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Það var árið 1997 sem Tom Peters, einn dálkahöfunda hjá Fast Company, skrifaði grein undir yfirskriftinni „THE BRAND CALLED YOU!" eða „Vörumerkið þú!" Greinin vakti viðbrögð um allan heim og opnaði augu fólks fyrir því að verða meðvitaðra um fyrir hvað það stendur, fyrir hvað það vill verða þekkt og hvaða tilfinningu það vill kveikja í hugum samferðafólks síns. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá erum við þegar komin með ákveðið orðspor, við erum þegar komin með ákveðna ímynd í hugum fólks þegar nafn okkar ber á góma. Spurningin er hvort það sé sú ímynd sem við viljum vera þekkt fyrir? Þetta var árið 1997, löngu fyrir tíma Facebook, LinkedIn, Twitter og hundruða annarra samfélagssíðna, bloggsíðna og annarra netmiðla. Í dag lifum við í heimi þar sem allt gengur út á gegnsæi einstaklingsins og þátttöku hans á samfélagsmiðlum. Orð, athafnir okkar og atferli sem einstaklingar hafa aldrei verið sýnilegri fyrir alheiminum og um leið haft úrslitaáhrif á þá ímynd sem við höfum og allt gerist þetta í rauntíma. Hvað segja Google- niðurstöður um þig og fyrirtækið þitt "ÉG ehf.“?Hvort sem þú ert að fara á blint stefnumót eða á viðskiptafund með nýjum aðilum, þá er viðmælandi þinn að öllum líkindum búinn að gúgla nafnið þitt til að kanna nánar hver þú ert og fyrir hvað þú stendur. Rannsóknir hafa sýnt að það tekur undirmeðvitund okkar innan við mínútu að ákveða hvort okkur líkar eða líkar ekki við eitthvað/einhvern. Við tökum ákvörðun á augabragði hvort við treystum viðkomandi eða ekki, og traust er vissulega ein nauðsynlegasta undirstaða í öllum viðskiptum. Hvað segir LinkedIn-prófíllinn þinn um þig?Með því að vera með vel útfærðan prófíl á LinkedIn ertu hluti af alþjóðlegu samfélagi 175 milljóna manna og kvenna í atvinnulífinu um heim allan. Þar sem íslenskt atvinnulíf er samtengt alþjóðlegu atvinnulífi getur þessi eini prófíll opnað ný viðskiptatækifæri fyrir þig og vörumerki þitt! Vel uppsettur og útfærður LinkedIn-prófíll, sem sýnir sérstöðu þína á samkeppnismarkaði, verður að uppfylla sjö lykilatriði innan leitarkerfis LinkedIn svo að þitt nafn komi upp í leitarniðurstöðum vefsins. Slíkur prófíll er að mínu mati eitt af því nauðsynlegasta sem þú þarft að huga að til að vinna að því að efla orðspor þitt og ímynd í atvinnulífinu, skapa þér traust og byggja upp það persónulega vörumerki sem þú vilt standa fyrir. Fyrir hvað stendur ÉG ehf.?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun