Menntun utan skólastofunnar Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. september 2012 11:00 Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. Samkvæmt íslenskum lögum er hlutverk grunn- og framhaldsskóla að hjálpa börnum og unglingum að þroskast og takast á við áskoranir daglegs lífs. Þá eiga þeir að búa ungt fólk undir háskólanám, þátttöku í atvinnulífinu og í lýðræðissamfélaginu. Þetta er sennilega nokkuð óumdeild skilgreining. Hugmyndin er að búa ungt fólk undir lífið og skila því þangað tilbúnu til að hlýta reglum samfélagsins og finna kröftum sínum farveg. Þetta er svo framkvæmt með kennslu námsgreina sem taldar eru vel til þess fallnar að ná fram þessum markmiðum. En er það svo? Skipta má nær öllum bóknámsbrautum sem í boði eru í framhaldsskólum í fernt; málabrautir, félagsfræðibrautir, viðskipta- og hagfræðibrautir og náttúrufræðibrautir. Það sem skilur á milli þeirra eru áherslurnar sem vísað er til í nöfnunum. Brautirnar eiga þó meira sameiginlegt en nöfnin kunna að gefa til kynna því vissar kjarnagreinar eru kenndar á öllum brautum. Þær eru íslenska, íþróttir, lífsleikni, náttúruvísindi, félagsfræði, saga, stærðfræði, danska, enska og eitthvað þriðja tungumál. Þá hafa allir nemendur frjálst val sem þó er frekar takmarkað. Vitaskuld eru flestar skyldugreinarnar þess eðlis að borðleggjandi er að gera framhaldsskólanemum að læra eitthvað um þær. Að mati þess sem hér skrifar vantar þó í það minnsta þrjár námsgreinar á listann. Sú fyrsta er fjármálalæsi. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að yfirdráttarlán (lesist dýr og óhagkvæm lán) heimilanna nemi 86,8 milljörðum. Það eru ríflega 270 þúsund krónur á hvern Íslending! Ef það er hlutverk skólakerfisins að búa ungt fólk undir áskoranir daglegs lífs þá sætir það furðu að fjármálalæsi sé hvergi kennt í skólakerfinu. Annað hlutverk sem skólakerfinu er falið samkvæmt lögum er að búa ungt fólk undir þátttöku í lýðræðissamfélaginu. Samt fá fæstir Íslendingar nokkurn tímann kennslu í lögfræði og hagfræði. Lögfræði fjallar um hvernig reglur samfélagsins eru settar og túlkaðar og hagfræði um marga þá kima efnahagsmála sem stærstu deilumálin á sviði stjórnmálanna snúast oftar en ekki um. Er virkilega skynsamlegt að láta menntun í þessum greinum nær alfarið fara fram utan skólastofunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Mark Twain sagði eitt sinn í glettni að hann hefði aldrei látið skólagöngu trufla menntun sína. Ég hafði þetta eftir honum einhverju sinni í menntaskóla þegar ég var krafinn svara um af hverju ég hefði mætt seint í frönskutíma. Kennaranum var ekki skemmt. Ég skil það svo sem núna enda ákveðinn hroki gagnvart skólakerfinu fólginn í þessum orðum. Í þeim felst þó einnig sá sannleikur að menntun hvers og eins fer fram víðar en einungis í skólastofunni. Samkvæmt íslenskum lögum er hlutverk grunn- og framhaldsskóla að hjálpa börnum og unglingum að þroskast og takast á við áskoranir daglegs lífs. Þá eiga þeir að búa ungt fólk undir háskólanám, þátttöku í atvinnulífinu og í lýðræðissamfélaginu. Þetta er sennilega nokkuð óumdeild skilgreining. Hugmyndin er að búa ungt fólk undir lífið og skila því þangað tilbúnu til að hlýta reglum samfélagsins og finna kröftum sínum farveg. Þetta er svo framkvæmt með kennslu námsgreina sem taldar eru vel til þess fallnar að ná fram þessum markmiðum. En er það svo? Skipta má nær öllum bóknámsbrautum sem í boði eru í framhaldsskólum í fernt; málabrautir, félagsfræðibrautir, viðskipta- og hagfræðibrautir og náttúrufræðibrautir. Það sem skilur á milli þeirra eru áherslurnar sem vísað er til í nöfnunum. Brautirnar eiga þó meira sameiginlegt en nöfnin kunna að gefa til kynna því vissar kjarnagreinar eru kenndar á öllum brautum. Þær eru íslenska, íþróttir, lífsleikni, náttúruvísindi, félagsfræði, saga, stærðfræði, danska, enska og eitthvað þriðja tungumál. Þá hafa allir nemendur frjálst val sem þó er frekar takmarkað. Vitaskuld eru flestar skyldugreinarnar þess eðlis að borðleggjandi er að gera framhaldsskólanemum að læra eitthvað um þær. Að mati þess sem hér skrifar vantar þó í það minnsta þrjár námsgreinar á listann. Sú fyrsta er fjármálalæsi. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að yfirdráttarlán (lesist dýr og óhagkvæm lán) heimilanna nemi 86,8 milljörðum. Það eru ríflega 270 þúsund krónur á hvern Íslending! Ef það er hlutverk skólakerfisins að búa ungt fólk undir áskoranir daglegs lífs þá sætir það furðu að fjármálalæsi sé hvergi kennt í skólakerfinu. Annað hlutverk sem skólakerfinu er falið samkvæmt lögum er að búa ungt fólk undir þátttöku í lýðræðissamfélaginu. Samt fá fæstir Íslendingar nokkurn tímann kennslu í lögfræði og hagfræði. Lögfræði fjallar um hvernig reglur samfélagsins eru settar og túlkaðar og hagfræði um marga þá kima efnahagsmála sem stærstu deilumálin á sviði stjórnmálanna snúast oftar en ekki um. Er virkilega skynsamlegt að láta menntun í þessum greinum nær alfarið fara fram utan skólastofunnar?
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun