Mancini: Við viljum vinna alla leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2012 07:00 Argentínumönnunum Sergio Aguero, Pablo Zabaleta og Carlos Tevez var skemmt á æfingu Manchester City í gær. nordicphotos/getty Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira