Rök en ekki svör Þorsteinn Pálsson skrifar 22. september 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði. Aftur á móti veitir hún stjórnmálamönnum enga hjálp í því að meta þau pólitísku gildi sem dregin eru fram í dagsljósið. Hún tekur það verkefni ekki úr höndum kjörinna fulltrúa. Stjórnmálamenn geta sótt í hana rök en ekki svör. Spurningin er hvernig pólitíkin tekst á við það verkefni. Með hæfilegri einföldun má segja að pólitíska ástandið sé svona: Samfylkingin segist vilja evru en er um leið með margvíslegum efnahagslegum ákvörðunum að færa Ísland út af þeirri braut sem gerir það mögulegt. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar evrunni en segist vilja þá efnahagslegu stefnubreytingu sem gæti gert upptöku hennar færa. Forystumenn beggja flokka útiloka samstarf. Dýpri getur stjórnmálakreppa einnar þjóðar varla orðið. Stjórnmál eru í eðli sínu jafnvægislist valdatafls og málefnabaráttu. Sú pólitíska kreppa sem við blasir skýrist meðal annars af því að forystumenn tveggja stærstu flokkanna hafa lagt miklu þyngri lóð á vogarskálar valdataflsins en málefnabaráttunnar. Fyrir vikið skortir samkvæmni og trúverðugleika í málflutninginn. Efnahagskreppan leysist ekki ef enginn vill leysa stjórnmálakreppuna. Þar veltur mest á þingmönnum þessara tveggja flokka. Þeir þurfa því að sýna þjóðinni nýja hugsun.Tímasetning ákvarðana skiptir miklu Á þessu stigi máls er fátt mikilvægara en rétt tímasetning ákvarðana. Rökrétt er að draga þá ályktun af skýrslu Seðlabankans að einmitt núna sé ekki réttur tími til að taka endanlega ákvörðun um evruna. Formaður Sjálfstæðisflokksins kaus hins vegar að velja nákvæmlega þennan tímapunkt til þess að slá evruna út af borðinu með kröfu um tafarlaus slit á aðildarviðræðunum. Það eðlilega er að hægja á aðildarviðræðunum með það að markmiði að ljúka þeim á miðju næsta kjörtímabili. Þá verður framtíðarskipan myntsamstarfsins orðin skýrari. Hitt væri glapræði að hafa áður en þar að kemur ýtt þeim kosti út af borðinu, nema þá sem fjarlægu skoðunarefni. Það heitir að loka leiðum, tapa tíma og fórna tækifærum. Einhver hrapallegustu utanríkispólitísku mistök þjóðarinnar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Bandaríkjamenn um framhald varnarviðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu. Verði stöðumat formanns Sjálfstæðisflokksins í peningamálum ofan á nú munu þau mistök taka hinum fram. Þegar kemur að þessu breiða sviði utanríkistefnu og efnahagsmála, sem ekki er unnt að greina í sundur, eru gerðar meiri kröfur til leiðtoga Sjálfstæðisflokksins en VG um yfirvegað mat og framtíðarsýn.Val Skoðun á liðnum atburðum kristallar þessa klípu. Á síðasta áratug var gengi krónunnar svo fjallhátt að hún var einhver sterkasta mynt í heimi. Það setti útflutningsgreinarnar í spennitreyju. Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á hrundi krónan meðan aðrar myntir veiktust. Ekkert af þessu var pólitískur ásetningur. En Ísland var með mismunandi hætti verr sett en samkeppnislöndin bæði fyrir og eftir hrun og býr nú fyrirsjáanlega eitt við varanlegar takmarkanir á viðskiptafrelsi. Hvers vegna? Skrifast það á reikning þeirra sem stóðu í brúnni eða á myntina og peningakerfið? Meðan þessari spurningu er ekki svarað er erfitt að kynna trúverðuga stefnu. Auðvitað er ekki til einhlítt svar. Formaður VG segir þó að sökin hafi öll legið í brúnni. En þegar til þess er litið hverjir fóru fyrir ríkisstjórn og Seðlabanka er allt eins sennilegt að meiri veikleikar hafi legið í kerfinu en hjá þeim. Vekur það ekki spurningar um kerfið og krónuna hjá leiðtogum Sjálfstæðisflokksins? Eða kaupa þeir hrátt mat formanns VG? Af skýrslunni má ráða að einfaldar lausnir finnast ekki, því síður töfralausnir. Allar leiðirnar hafa bæði kosti og galla. Haldi evran gildi sínu og stöðu að tveimur árum liðnum má ætla að pólitíska matið snúist um tvennt: Annars vegar krónu með fullri sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en takmarkaðra viðskiptafrelsi og þar af leiðandi minni líkum á lífskjörum sem eru sambærileg við grannríkin. Hins vegar evru með takmörkunum á sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en meira viðskiptafrelsi og betri líkum á bættum efnahag. Þetta er erfitt val sem þarf að ræða. En þeir sem lofa hvoru tveggja óskertu eru annað hvort að blekkja eða hafa ekki enn skýrt út hvernig við ættum einir þjóða að vinna slík kraftaverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun
Skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum birtir býsna skýra hagfræðilega mynd af hindrunum og sóknarfærum ólíkra leiða í þeim efnum. Skýrslan er þannig vandað hjálpartæki fyrir málefnalega umræðu og við ákvarðanir á þessu sviði. Aftur á móti veitir hún stjórnmálamönnum enga hjálp í því að meta þau pólitísku gildi sem dregin eru fram í dagsljósið. Hún tekur það verkefni ekki úr höndum kjörinna fulltrúa. Stjórnmálamenn geta sótt í hana rök en ekki svör. Spurningin er hvernig pólitíkin tekst á við það verkefni. Með hæfilegri einföldun má segja að pólitíska ástandið sé svona: Samfylkingin segist vilja evru en er um leið með margvíslegum efnahagslegum ákvörðunum að færa Ísland út af þeirri braut sem gerir það mögulegt. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar evrunni en segist vilja þá efnahagslegu stefnubreytingu sem gæti gert upptöku hennar færa. Forystumenn beggja flokka útiloka samstarf. Dýpri getur stjórnmálakreppa einnar þjóðar varla orðið. Stjórnmál eru í eðli sínu jafnvægislist valdatafls og málefnabaráttu. Sú pólitíska kreppa sem við blasir skýrist meðal annars af því að forystumenn tveggja stærstu flokkanna hafa lagt miklu þyngri lóð á vogarskálar valdataflsins en málefnabaráttunnar. Fyrir vikið skortir samkvæmni og trúverðugleika í málflutninginn. Efnahagskreppan leysist ekki ef enginn vill leysa stjórnmálakreppuna. Þar veltur mest á þingmönnum þessara tveggja flokka. Þeir þurfa því að sýna þjóðinni nýja hugsun.Tímasetning ákvarðana skiptir miklu Á þessu stigi máls er fátt mikilvægara en rétt tímasetning ákvarðana. Rökrétt er að draga þá ályktun af skýrslu Seðlabankans að einmitt núna sé ekki réttur tími til að taka endanlega ákvörðun um evruna. Formaður Sjálfstæðisflokksins kaus hins vegar að velja nákvæmlega þennan tímapunkt til þess að slá evruna út af borðinu með kröfu um tafarlaus slit á aðildarviðræðunum. Það eðlilega er að hægja á aðildarviðræðunum með það að markmiði að ljúka þeim á miðju næsta kjörtímabili. Þá verður framtíðarskipan myntsamstarfsins orðin skýrari. Hitt væri glapræði að hafa áður en þar að kemur ýtt þeim kosti út af borðinu, nema þá sem fjarlægu skoðunarefni. Það heitir að loka leiðum, tapa tíma og fórna tækifærum. Einhver hrapallegustu utanríkispólitísku mistök þjóðarinnar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Bandaríkjamenn um framhald varnarviðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu. Verði stöðumat formanns Sjálfstæðisflokksins í peningamálum ofan á nú munu þau mistök taka hinum fram. Þegar kemur að þessu breiða sviði utanríkistefnu og efnahagsmála, sem ekki er unnt að greina í sundur, eru gerðar meiri kröfur til leiðtoga Sjálfstæðisflokksins en VG um yfirvegað mat og framtíðarsýn.Val Skoðun á liðnum atburðum kristallar þessa klípu. Á síðasta áratug var gengi krónunnar svo fjallhátt að hún var einhver sterkasta mynt í heimi. Það setti útflutningsgreinarnar í spennitreyju. Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á hrundi krónan meðan aðrar myntir veiktust. Ekkert af þessu var pólitískur ásetningur. En Ísland var með mismunandi hætti verr sett en samkeppnislöndin bæði fyrir og eftir hrun og býr nú fyrirsjáanlega eitt við varanlegar takmarkanir á viðskiptafrelsi. Hvers vegna? Skrifast það á reikning þeirra sem stóðu í brúnni eða á myntina og peningakerfið? Meðan þessari spurningu er ekki svarað er erfitt að kynna trúverðuga stefnu. Auðvitað er ekki til einhlítt svar. Formaður VG segir þó að sökin hafi öll legið í brúnni. En þegar til þess er litið hverjir fóru fyrir ríkisstjórn og Seðlabanka er allt eins sennilegt að meiri veikleikar hafi legið í kerfinu en hjá þeim. Vekur það ekki spurningar um kerfið og krónuna hjá leiðtogum Sjálfstæðisflokksins? Eða kaupa þeir hrátt mat formanns VG? Af skýrslunni má ráða að einfaldar lausnir finnast ekki, því síður töfralausnir. Allar leiðirnar hafa bæði kosti og galla. Haldi evran gildi sínu og stöðu að tveimur árum liðnum má ætla að pólitíska matið snúist um tvennt: Annars vegar krónu með fullri sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en takmarkaðra viðskiptafrelsi og þar af leiðandi minni líkum á lífskjörum sem eru sambærileg við grannríkin. Hins vegar evru með takmörkunum á sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en meira viðskiptafrelsi og betri líkum á bættum efnahag. Þetta er erfitt val sem þarf að ræða. En þeir sem lofa hvoru tveggja óskertu eru annað hvort að blekkja eða hafa ekki enn skýrt út hvernig við ættum einir þjóða að vinna slík kraftaverk.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun