Íslendingar feimnir við kántríið 4. október 2012 05:00 Sigurgeir Sigmundsson spilar á hverju ári með norsku kántríhljómsveitinni Big River Band. fréttablaðið/gva "Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb Tónlist Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Hún er skemmtileg kántríhefðin hjá Norðmönnum, þeir eru svo mikið kántrí," segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson. Hann spilar með norsku kántrísveitinni Big River Band einu sinni á ári á hátíðinni Lofoten Country Music Festival. Sveitin hefur gefið út eina plötu og þrisvar komist á norska kántrívinsældarlistann. "Íslendingar eru líka kántrísinnaðir en þeir eru feimnari við að sýna það. Þeir eru feimnari við að setja upp hattinn og fara í skóna og köflóttu skyrtuna." Sigurgeir hefur í 35 ár spilað rokk með sveitum á borð við Start, Gildruna og Drýsil en undanfarin ár hefur hann fikrað sig út í kántríið með Klaufum og Björgvini Halldórssyni. Þar spilar hann á fetilgítara og kjöltustálgítara og er einmitt stofnandi Rokk- og stálgítarskólans. Aðspurður segir Sigurgeir sérstakt að spila á fetilgítarinn. "Þetta er eiginlega eins og að spila á gítarorgel," útskýrir hann. Á gítarnum eru tveir tíu strengja hálsar, átta fótpedalar og sex járn til að stýra tónunum. Sigurgeir snertir aldrei strengina með puttunum heldur notar járn til að spila. Hann leikur með Gildrunni á Eskifirði á laugardaginn. Sama dag geta tónlistarunnendur fylgst með kynningu á hljóðfærum hans, þar á meðal kjöltustálgítarnum sem hann grípur í með Gildrunni. - fb
Tónlist Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira