Stúlka sem breytir heiminum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. október 2012 06:00 Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. Malala var sem kunnugt er flutt á sjúkrahús í Brighton í vikunni þar sem nú er hlúð að henni og henni veitt vernd en talibanar hafa ítrekað ásetning sinn um að ráða bæði Malölu og föður hennar bana en faðir stúlkunnar hefur staðið við hlið dóttur sinnar í baráttu hennar. Þótt Malala sé aðeins 15 ára gömul er hún þekkt vegna baráttu sinnar fyrir rétti stúlkna til að menntast. Malala komst í heimsfréttirnar aðeins 11 ára gömul þegar hún bloggaði á vef BBC þar sem hún greindi frá lífi sínu undir stjórn talibana. Hún hefur þegar fengið friðarverðlaun bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Baráttuþrek og hugrekki Malölu Yousafzai er með hreinum ólíkindum. Henni hefur tekist að hreyfa við allri heimsbyggðinni þótt hún sé enn á barnsaldri. Áhrif hennar hafa verið slík að í samfélagi hinna rétttrúuðu hefur verið tekin ákvörðun um að þagga niður í henni. Þó hefur Malala ekki gert annað en að berjast fyrir friði og menntun og barátta hennar hefur farið fram með friðsömum hætti, með orðum og athöfnum. Barátta Malölu skiptir ekki aðeins máli fyrir allar þær stúlkur sem ekki fá að njóta menntunar. Hún er lóð á vogarskálar baráttunnar fyrir því að öll börn, drengir og stúlkur, alls staðar í heiminum fái að njóta þeirra grundvallarréttinda að afla sér menntunar. Það er fólk eins og Malala sem veltir hlössum í baráttunni fyrir betra lífi á jörðinni. Það er vegna fólks eins og hennar sem áfangar hafa náðst í fjölmörgum baráttumálum sem skilað hafa betra lífi. Ýmis réttindi sem þykja sjálfsögð í dag voru það ekki fyrir einhverjum árum eða áratugum og önnur þykja sjálfsögð á einum stað en ekki öðrum, þar á meðal réttur barna til að stunda nám, ekki síst réttur stúlkna því algengara er að þær fái ekki að njóta skólagöngu en bræður þeirra. Malala hefur nú gefið heilsu sína fyrir þessa baráttu. Hún er nú táknmynd í baráttunni fyrir réttindum allra til að njóta menntunar. Því mun aldrei takast að þagga niður í Malölu. Vonandi mun hún þó bæði njóta lífs og heilsu til að upplifa árangur baráttu sinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum. Malala var sem kunnugt er flutt á sjúkrahús í Brighton í vikunni þar sem nú er hlúð að henni og henni veitt vernd en talibanar hafa ítrekað ásetning sinn um að ráða bæði Malölu og föður hennar bana en faðir stúlkunnar hefur staðið við hlið dóttur sinnar í baráttu hennar. Þótt Malala sé aðeins 15 ára gömul er hún þekkt vegna baráttu sinnar fyrir rétti stúlkna til að menntast. Malala komst í heimsfréttirnar aðeins 11 ára gömul þegar hún bloggaði á vef BBC þar sem hún greindi frá lífi sínu undir stjórn talibana. Hún hefur þegar fengið friðarverðlaun bæði í heimalandi sínu og annars staðar. Baráttuþrek og hugrekki Malölu Yousafzai er með hreinum ólíkindum. Henni hefur tekist að hreyfa við allri heimsbyggðinni þótt hún sé enn á barnsaldri. Áhrif hennar hafa verið slík að í samfélagi hinna rétttrúuðu hefur verið tekin ákvörðun um að þagga niður í henni. Þó hefur Malala ekki gert annað en að berjast fyrir friði og menntun og barátta hennar hefur farið fram með friðsömum hætti, með orðum og athöfnum. Barátta Malölu skiptir ekki aðeins máli fyrir allar þær stúlkur sem ekki fá að njóta menntunar. Hún er lóð á vogarskálar baráttunnar fyrir því að öll börn, drengir og stúlkur, alls staðar í heiminum fái að njóta þeirra grundvallarréttinda að afla sér menntunar. Það er fólk eins og Malala sem veltir hlössum í baráttunni fyrir betra lífi á jörðinni. Það er vegna fólks eins og hennar sem áfangar hafa náðst í fjölmörgum baráttumálum sem skilað hafa betra lífi. Ýmis réttindi sem þykja sjálfsögð í dag voru það ekki fyrir einhverjum árum eða áratugum og önnur þykja sjálfsögð á einum stað en ekki öðrum, þar á meðal réttur barna til að stunda nám, ekki síst réttur stúlkna því algengara er að þær fái ekki að njóta skólagöngu en bræður þeirra. Malala hefur nú gefið heilsu sína fyrir þessa baráttu. Hún er nú táknmynd í baráttunni fyrir réttindum allra til að njóta menntunar. Því mun aldrei takast að þagga niður í Malölu. Vonandi mun hún þó bæði njóta lífs og heilsu til að upplifa árangur baráttu sinnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun