Eimskip ekki á neinu útsöluverði 25. október 2012 04:30 Enginn afsláttur Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. "Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira