Einbýlishús Svarthöfða 25. október 2012 06:00 Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður. Árið er 2012. Á aðalfundi stærstu auglýsingastofu heims, WPP, stendur til að hækka laun framkvæmdastjórans um 30%. En þeir dagar þegar aðalfundir fyrirtækja voru aðeins sýndarleikur eru liðnir. Hluthafar fyrirtækisins hafna launapakkanum. Uppreisn hluthafa gegn stjórnendum fyrirtækja – og þá einkum launum þeirra – hefur tröllriðið bresku viðskiptalífi undanfarið. Hefur hún verið nefnd „hluthafavorið". Á góðærisárunum brugðust eftirlitsaðilar með viðskiptum skyldum sínum. En þeir voru ekki þeir einu. Á Íslandi tapaði „venjulegt fólk", ellilífeyrisþegar jafnt sem einstæðar mæður, sparnaði sínum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Lífeyrissjóðirnir urðu auk þess af hundruðum milljarða. Allt þetta fólk var hluthafar. Og hluthafar eru hvorki radd- né valdalausir. Þeir hefðu getað látið í sér heyra. Þeir hefðu getað, í krafti eignarhlutar síns, verið stjórnendum aðhald. En fæstir gerðu það. Því skal ekki haldið fram að ellilífeyrisþegar hefðu getað komið í veg fyrir fjörtjón fyrirtækja 2008. Sinnuleysi hluthafa, undirritaðrar þar með talið, á hins vegar að verða okkur víti til varnaðar. Nýskráningar í Kauphöllinni eru farnar að taka við sér. Mikilvægt er að læra af reynslu síðasta góðæris. Allir Reykvíkingar áttu til að mynda hlutdeild í Orkuveitunni. Sú óráðsía sem þar viðgekkst og verið hefur í fréttum var þó framan af látin óátalin. Fáum gat þó dulist bruðlið þegar birtingarmynd þess reis eins og einbýlishús Svarthöfða á hól í Árbænum. Það viðhorf að hluthöfum komi rekstur fyrirtækja ekki við er rótgróið hér á landi. Greint var frá því í fjölmiðlum nýverið að tveggja manna slitastjórn Glitnis hefði fengið 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Tveir lífeyrissjóðir sem eiga kröfu í þrotabúið höfðu ítrekað reynt að fá upplýsingar um kostnað slitastjórnarinnar en án árangurs. Sofum ekki á verðinum. Þótt kominn sé vetur er tími á íslenskt hluthafavor.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun