Lifi prentsmiðjudanskan! Steinunn Stefánsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Á þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóðlegu samstarfi. Norrænt samstarf hefur greitt Íslendingum leið í nám á öðrum Norðurlöndum og einnig inn á vinnumarkað landanna. Tilnefningar íslenskra listamanna til bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs hafa komið þeim á kortið hjá grannþjóðunum. Norrænt samstarf á ýmsum öðrum sviðum, svo sem meðal matreiðslumanna og hönnuða, hefur reynst frjór akur. Þar er unnið með sameiginlegar rætur og þungavigtin út á við verður meiri en ef hvert og eitt land sækti eitt fram. Sóknarfærin í norrænu samstarfi eru mörg eins og Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, benti á í viðtali við Sigríði Björgu Tómasdóttur sem birtist hér í blaðinu á mánudag. Hann nefndi sem dæmi utanríkisþjónustu með sameiningu sendiráða og heilbrigðismál þar sem ná mætti fram sparnaði með aukinni verkaskiptingu milli landa. Mestu skiptir þó sú sýn á grunnstoðir samfélagsins og velferðarmál sem norrænu þjóðirnar deila og stendur traustum fótum í sameiginlegri fortíð og menningu. Lengst af kom ekki annað til greina en Norðurlandaþjóðir ættu samskipti á norrænum tungum en með mikilli sókn enskunnar á Norðurlöndum og minnkandi áhuga og kunnáttu í sænsku meðal Finna hefur enskan sótt í sig veðrið. Á þingum Norðurlandaráðs er hún þó ekki notuð heldur tala Danir, Svíar og Norðmenn móðurmál sitt en Finnar og Íslendingar eiga þess kost að fá túlkaþjónustu. Norrænu tungumálin eru skyld og það er tiltölulega auðvelt að ná góðum tökum á að minnsta kosti einu þeirra, auk móðurmálsins. Sameiginlegar rætur þjóðanna liggja meðal annars í skyldleika málanna og þess vegna er það ósk margra að Norðurlandamálin megi áfram vera samskiptamálið á norrænum vettvangi. Nokkuð er um liðið síðan enskan var tekin fram fyrir dönskuna í málanámi grunnskólabarna hér. Danskan heldur þó enn velli enda er það svo að hvergi eru fleiri Íslendingar við nám erlendis en í Danmörku. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa flutt til Danmerkur, og raunar annarra Norðurlanda einnig, geta vitnað um að skóladanskan reynist ágætur grunnur að því að tileinka sér hvaða Norðurlandamál sem er. Engu að síður er umhugsunarefni hvort ekki ætti að leggja aukna áherslu á að þjálfa skilning á öllum Norðurlandamálunum í dönskukennslu hér á landi, meðal annars til að styrkja stoðir Norðurlandamálanna í norrænum samskiptum. Á sama tíma mætti draga úr framburðarþjálfun og leyfa gömlu góðu prentsmiðjudönskuna. Talþjálfun yrði mörgum auðveldari með þeim hætti auk þess sem prentsmiðjudanskan svokallaða er líklega það Norðurlandamál sem flestir skilja og kemur því að góðu gagni í norrænu samstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Á þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóðlegu samstarfi. Norrænt samstarf hefur greitt Íslendingum leið í nám á öðrum Norðurlöndum og einnig inn á vinnumarkað landanna. Tilnefningar íslenskra listamanna til bókmennta- og tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs hafa komið þeim á kortið hjá grannþjóðunum. Norrænt samstarf á ýmsum öðrum sviðum, svo sem meðal matreiðslumanna og hönnuða, hefur reynst frjór akur. Þar er unnið með sameiginlegar rætur og þungavigtin út á við verður meiri en ef hvert og eitt land sækti eitt fram. Sóknarfærin í norrænu samstarfi eru mörg eins og Jan-Erik Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, benti á í viðtali við Sigríði Björgu Tómasdóttur sem birtist hér í blaðinu á mánudag. Hann nefndi sem dæmi utanríkisþjónustu með sameiningu sendiráða og heilbrigðismál þar sem ná mætti fram sparnaði með aukinni verkaskiptingu milli landa. Mestu skiptir þó sú sýn á grunnstoðir samfélagsins og velferðarmál sem norrænu þjóðirnar deila og stendur traustum fótum í sameiginlegri fortíð og menningu. Lengst af kom ekki annað til greina en Norðurlandaþjóðir ættu samskipti á norrænum tungum en með mikilli sókn enskunnar á Norðurlöndum og minnkandi áhuga og kunnáttu í sænsku meðal Finna hefur enskan sótt í sig veðrið. Á þingum Norðurlandaráðs er hún þó ekki notuð heldur tala Danir, Svíar og Norðmenn móðurmál sitt en Finnar og Íslendingar eiga þess kost að fá túlkaþjónustu. Norrænu tungumálin eru skyld og það er tiltölulega auðvelt að ná góðum tökum á að minnsta kosti einu þeirra, auk móðurmálsins. Sameiginlegar rætur þjóðanna liggja meðal annars í skyldleika málanna og þess vegna er það ósk margra að Norðurlandamálin megi áfram vera samskiptamálið á norrænum vettvangi. Nokkuð er um liðið síðan enskan var tekin fram fyrir dönskuna í málanámi grunnskólabarna hér. Danskan heldur þó enn velli enda er það svo að hvergi eru fleiri Íslendingar við nám erlendis en í Danmörku. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa flutt til Danmerkur, og raunar annarra Norðurlanda einnig, geta vitnað um að skóladanskan reynist ágætur grunnur að því að tileinka sér hvaða Norðurlandamál sem er. Engu að síður er umhugsunarefni hvort ekki ætti að leggja aukna áherslu á að þjálfa skilning á öllum Norðurlandamálunum í dönskukennslu hér á landi, meðal annars til að styrkja stoðir Norðurlandamálanna í norrænum samskiptum. Á sama tíma mætti draga úr framburðarþjálfun og leyfa gömlu góðu prentsmiðjudönskuna. Talþjálfun yrði mörgum auðveldari með þeim hætti auk þess sem prentsmiðjudanskan svokallaða er líklega það Norðurlandamál sem flestir skilja og kemur því að góðu gagni í norrænu samstarfi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun