Hetjur í hálfa öld Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. nóvember 2012 00:01 "Sagan hoppar fram og til baka í tíma og gerir það gríðarlega vel.“ Purge Leikstjórn: Antti Jokinen Leikarar: Laura Birn, Liisi Tandefelt, Amanda Pilke, Peter Franzén, Krista Kosonen, Tommi Korpela Árið er 1992 í Eistlandi og hin aldraða Aliide skýtur skjólshúsi yfir unga stúlku á flótta undan miskunnarlausum mannræningjum. Hún kemst fljótlega að því að hún tengist stúlkunni fjölskylduböndum og sagan hoppar hálfa öld aftur í tímann, þar sem Eistland var hernumið af Sovétmönnum og andstæðingar kommúnismans voru pyntaðir og drepnir. Aliide hin unga girnist eiginmann systur sinnar en saman fela þær hann fyrir miskunnarlausum hersveitum Stalíns sem leita hans. Myndin er byggð á samnefndri bók finnsku skáldkonunnar Sofi Oksanen sem gerði garðinn frægan hér á landi þegar hún hvæsti á íslenskan blaðamann í viðtali fyrir tveimur árum. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og myndin hefur verið valin sem framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í byrjun næsta árs. Sagan hoppar fram og til baka í tíma og gerir það gríðarlega vel. Þegar líða tekur á myndina færist fókusinn nær alfarið á eldri söguna, enda mun meira púður í henni. Leikhópurinn stendur sig frábærlega og aðalleikkonurnar þrjár bera af. Mest mæðir á Lauru Birn, en persóna hennar tekur sífelldum breytingum eftir því sem ofbeldið og örvæntingin stigmagnast. Þessi frábæra leikkona veldur hlutverkinu vel og litlu síðri er Liisi Tandefelt, sú sem leikur hana á efri árum. Eymdin og volæðið í Purge keyrir á köflum nánast um þverbak, en hetjuskapur sterkra kvenpersóna heldur áhorfandanum við efnið og verðlaunin að lokum eru eftirminnileg og skrambi vel heppnuð kvikmynd. Það er þó viðbúið að einhverjum ofbjóði skelfilegustu atriðin, sem þó taka meira á hugann en augun. Niðurstaða: Ekki fyrir alla, en eftirminnileg og gríðarlega vel leikin. Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Purge Leikstjórn: Antti Jokinen Leikarar: Laura Birn, Liisi Tandefelt, Amanda Pilke, Peter Franzén, Krista Kosonen, Tommi Korpela Árið er 1992 í Eistlandi og hin aldraða Aliide skýtur skjólshúsi yfir unga stúlku á flótta undan miskunnarlausum mannræningjum. Hún kemst fljótlega að því að hún tengist stúlkunni fjölskylduböndum og sagan hoppar hálfa öld aftur í tímann, þar sem Eistland var hernumið af Sovétmönnum og andstæðingar kommúnismans voru pyntaðir og drepnir. Aliide hin unga girnist eiginmann systur sinnar en saman fela þær hann fyrir miskunnarlausum hersveitum Stalíns sem leita hans. Myndin er byggð á samnefndri bók finnsku skáldkonunnar Sofi Oksanen sem gerði garðinn frægan hér á landi þegar hún hvæsti á íslenskan blaðamann í viðtali fyrir tveimur árum. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og myndin hefur verið valin sem framlag Finna til Óskarsverðlaunanna í byrjun næsta árs. Sagan hoppar fram og til baka í tíma og gerir það gríðarlega vel. Þegar líða tekur á myndina færist fókusinn nær alfarið á eldri söguna, enda mun meira púður í henni. Leikhópurinn stendur sig frábærlega og aðalleikkonurnar þrjár bera af. Mest mæðir á Lauru Birn, en persóna hennar tekur sífelldum breytingum eftir því sem ofbeldið og örvæntingin stigmagnast. Þessi frábæra leikkona veldur hlutverkinu vel og litlu síðri er Liisi Tandefelt, sú sem leikur hana á efri árum. Eymdin og volæðið í Purge keyrir á köflum nánast um þverbak, en hetjuskapur sterkra kvenpersóna heldur áhorfandanum við efnið og verðlaunin að lokum eru eftirminnileg og skrambi vel heppnuð kvikmynd. Það er þó viðbúið að einhverjum ofbjóði skelfilegustu atriðin, sem þó taka meira á hugann en augun. Niðurstaða: Ekki fyrir alla, en eftirminnileg og gríðarlega vel leikin.
Gagnrýni Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira