Eitt atvik kostaði okkur titilinn Kolbeinn Tumi Daðason. skrifar 5. nóvember 2012 08:00 Þóra Björg Helgadóttir. Mynd/Stefán Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Liðsmenn Malmö klúðruðu víti í fyrri hálfleik og skutu í slána í þeim síðari áður en Tyresö náði forystunni á 81. mínútu með laglegu skallamarki. Heimakonur héldu í sókn, sendu boltann fyrir markið þar sem markvörður gestanna virtist missa boltann yfir marklínuna. Aðstoðardómarinn gaf til kynna að mark hefði verið skorað en þar með var sagan ekki öll. „Þetta er það furðulegasta sem ég hef upplifað á ferlinum. Aðaldómarinn ákvað að hún hefði verið í betri aðstöðu til þess að sjá atvikið þó hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu til þess," segir Þóra skiljanlega svekkt. „Það er voðalega erfitt að jafna sig á svona. Maður er í æfingu að tapa fyrir betra liði, tapa með tign og jafnvel ósanngjarnt en það er ansi erfitt að kyngja þessu. Þetta eina atvik kostaði okkur titilinn," segir Þóra. Þurfa að vera afleiðingarÞóra segist vonast til þess að forráðamenn Malmö leggi inn formlega kvörtun til sænska knattspyrnusambandsins vegna atviksins gegn Tyresö. „Við fáum auðvitað aldrei gullið en það þurfa að vera afleiðingar. Það eru afleiðingar fyrir okkur þegar við gerum eitthvað heimskulegt. Erum settar á bekkinn, fáum ekki nýjan samning eða fáum rautt spjald. Mér finnst eðlilegt að farið verði yfir þetta mál svo þetta komi ekki fyrir aftur," segir Þóra. Malmö hafði fimm stiga forskot á Tyresö þegar tvær umferðir voru eftir en gerði aðeins jafntefli í síðustu umferð gegn Umeå. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi. Við fengum eins mark á okkur gegn Umeå. Þá fengum við sams konar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skyldi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningarmerki við það." Búnar að sofa mikiðMikið álag hefur verið á Söru og Þóru undanfarnar vikur. Þær voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins á dögunum auk þess sem liðið lék fyrri leik sinn gegn Verona frá Ítalíu í Meistaradeildinni í síðustu viku. „Ég var einmitt að ræða þetta við Söru. Við erum búnar að sofa rosalega mikið síðustu daga. Það er það frábæra við að vinna við það að spila fótbolta. Þá er tími til þess að sofa. Ég er alveg þreytt en ekkert meira en það. Á meðan það eru engin meiðsli er ég sátt," segir Þóra en liðið flýgur í dag til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona í síðari leik liðanna á miðvikudag. „Ítalska liðið er gott en við erum betri. Við spiluðum ekkert sérstaklega heima því við vorum enn með tárin í augunum eftir leikinn gegn Umeå. Við vorum ekki við sjálfar en stefnum á að klára tímabilið með stæl með góðum leik."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira