Stelpur og strákar fá raflost Erla Hlynsdóttir skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. „Það var Kleppur." Í dag lætur enginn sér detta í hug að blóðtaka skili geðsjúklingum nokkru nema þjáningum. Önnur gamaldags leið til að lækna geðsjúkdóma er að gefa fólki raflost. Hún er þó ekki meira gamaldags en svo að ég hef fylgt fólki í rafmeðferð og haldið í höndina á því alveg þangað til rafstraumnum var hleypt á. Margir sjá fyrir sér atriði úr hryllingsmyndum þegar raflækningar eru nefndar. Það er vissulega þannig að líkaminn stífnar allur upp þegar straumurinn fer um líkamann og það er þannig að upp í fólk er settur gómur til að fólk bíti ekki í tunguna á sér. En rafmeðferð getur gert kraftaverk. Þegar ég vann á Kleppi kynntist ég mörgum sem voru mjög langt leiddir af geðsjúkdómum. Í einstaka tilvikum þá hreinlega virkuðu engin lyf. Það er bókstaflega allt reynt áður en rafmeðferð er hafin því henni fylgja gjarnan minnistruflanir sem auðvitað hafa áhrif á daglegt líf fólks. En þrátt fyrir að enginn viti nákvæmlega af hverju það virkar að gefa fólki rafstuð, þá bara virkar það. Einn sérlega óhamingjusamur sjúklingur var kona sem hafði misst öll tengsl við heiminn. Hún öskraði og öskraði svo hátt að það þurfti að vera með eyrnatappa til að geta verið lengi hjá henni. Hún reyndi að meiða sjálfa sig og aðra, og því var gripið til þess örþrifaráðs að óla hana niður í rúmið með ólum sem festar voru saman með seglum. Ekkert virkaði og ákveðið var að prófa raflækningar. Ég fylgdi henni í nokkur skipti, vantrúuð á að þetta myndi bera nokkurn árangur. Þangað til hún hætti að öskra og byrjaði að brosa. Hún var orðin hún sjálf aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun
Í vikunni fékk ég að handleika óvenjulegan hlut sem löngu er hætt að nota: Blóðtökutæki. Inni í því voru átta litlir hnífar. Þegar losa átti fólk við illvíga sjúkdóma var tækið lagt á hold þess og þrýst á þannig að hnífarnir skáru og blóðið vall. Ég sagði við manninn sem átti tækið að það hefði nú ekki verið þægilegt að láta nota þetta á sig. Hann svaraði mér um hæl: „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Ég spurði hvaða sjúkrahús það hefði verið. „Það var Kleppur." Í dag lætur enginn sér detta í hug að blóðtaka skili geðsjúklingum nokkru nema þjáningum. Önnur gamaldags leið til að lækna geðsjúkdóma er að gefa fólki raflost. Hún er þó ekki meira gamaldags en svo að ég hef fylgt fólki í rafmeðferð og haldið í höndina á því alveg þangað til rafstraumnum var hleypt á. Margir sjá fyrir sér atriði úr hryllingsmyndum þegar raflækningar eru nefndar. Það er vissulega þannig að líkaminn stífnar allur upp þegar straumurinn fer um líkamann og það er þannig að upp í fólk er settur gómur til að fólk bíti ekki í tunguna á sér. En rafmeðferð getur gert kraftaverk. Þegar ég vann á Kleppi kynntist ég mörgum sem voru mjög langt leiddir af geðsjúkdómum. Í einstaka tilvikum þá hreinlega virkuðu engin lyf. Það er bókstaflega allt reynt áður en rafmeðferð er hafin því henni fylgja gjarnan minnistruflanir sem auðvitað hafa áhrif á daglegt líf fólks. En þrátt fyrir að enginn viti nákvæmlega af hverju það virkar að gefa fólki rafstuð, þá bara virkar það. Einn sérlega óhamingjusamur sjúklingur var kona sem hafði misst öll tengsl við heiminn. Hún öskraði og öskraði svo hátt að það þurfti að vera með eyrnatappa til að geta verið lengi hjá henni. Hún reyndi að meiða sjálfa sig og aðra, og því var gripið til þess örþrifaráðs að óla hana niður í rúmið með ólum sem festar voru saman með seglum. Ekkert virkaði og ákveðið var að prófa raflækningar. Ég fylgdi henni í nokkur skipti, vantrúuð á að þetta myndi bera nokkurn árangur. Þangað til hún hætti að öskra og byrjaði að brosa. Hún var orðin hún sjálf aftur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun